fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Jólaspilin: Alíslenskt goðafræðispil

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. desember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnarök – Örlög goðanna er alíslenskt kortaspil, hannað af Reyni A. Óskarssyni. Það var fyrst gefið út á ensku árið 2017 og hefur mælst vel fyrir, sérstaklega hjá erlendum ferðamönnum. Hét það þá Ragnarok – Destiny of the Gods. Nú í haust var spilið gefið út á íslensku og á dönsku.

Þemað, sem er Norræna goðafræðin, er svo sannarlega ekki „klínt á“ eins og sagt er í borðspilaheiminum. Reynir hefur rannsakað heimildirnar til þrautar og passað vel upp á að spilið hafi merkingu og tilgang. Að það sé bæði skemmtilegt og fræðandi. Hvert einasta smáatriði er úthugsað og hefur einhverja vísun í heimildirnar. Sumar vel þekktar en aðrar framandi fyrir marga.

Ragnarök er spilastokkur með 65 spilum auk leikreglna og skýringarspili. En þetta er í rauninni ekki eitt spil heldur sex, mjög mismunandi og mis flókin. Á hverju spili stokksins er vera úr goðafræðinni, númeraðir styrkleikar, saga verunnar og tengingar. Ekki eru allar þessar upplýsingar notaðar í hverjum leik.

Leikirnir

Sá einfaldasti kallast orrustan um Ragnarök og er í raun keppni um hver sé með hæstu töluna í ákveðnum flokki. Mjög svipað og Trumps leikirnir sem hafa verið vinsælir hjá börnum um margra ára skeið. Rétt eins og Trumps þá hentar þetta aðallega fyrir börn.

Annar leikur kallast að halda skjaldarveggnum og er nokkurs konar orrusta þar sem leikmenn tefla fram spilum sínum á hvolfi. Á einhvern hátt minnir þetta á hið sígilda spil Stratego. Heppni spilar vissa rullu en hér er umtalsvert meiri ákvarðanataka en í einfaldasta leiknum og mikil spenna í lokin.

Bestu leikirnir eru þeir þar sem leikmenn eiga að tengja saman spil eftir önnur út frá textanum. Þetta eru einnig þeir erfiðustu. „Neyðast“ leikmenn þá til að fræðast um goðin til þess að losa sig við spilin á sem skemmstum tíma. Vitneskjan getur síðan nýst þeim í síðari spilum. Þetta er mjög stressandi en skemmtilegt og getur verið fyndið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?