Tónleikar hefjast kl. 21:00 stundvíslega í Hard Rock Kjallaranum og fer miðasala fram á tix.is.
Árið 1994 var Alanis Morissette ekki nema 19 ára þegar hún fluttist til Los Angeles frá Kanada, þá nýlega laus undan tveggja platna samning sínum frá útgáfufyrirtækinu MCA. MCA þótti þróun tónlistar hennar ekki á góðum nótum og töldu að Alanis myndi brátt renna sitt skeið sem tónlistarkona og vildu ekki endurnýja samning sinn við hana. Það var þá sem að hún kynntist Glen Ballard tónlistarframleiðanda. Þau náðu strax vel saman og áttu mjög gott og farsælt samstarf. Glen bar mikla virðingu og traust til hennar í því ferli sem þurfti til að gera jafn hráa og tilfinningaríka tónlist eins og hún vildi gera. Þau settu kvóta á hversu löngum tíma þau máttu eyða í lögin og þá sérstaklega sönginn og fylgdu þau þeirri reglu til hins ýtrasta til að missa ekki hráa fílinginn. Að hennar sögn gerðu þau ekkert annað en að semja, borða og sofa og á mjög skömmum tíma varð Jagged Little Pill til, hennar allra stærsta plata fyrr eða síðar.
Jagged Little Pill er 10. mest selda plata allra tíma og hefur selst í um 33 milljónum eintaka út um allan heim. Platan situr tryggilega í 3. sæti á Billboard lista yfir áhrifamestu plötur tónlistarkvenna allra tíma.