fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Alanis Morissette heiðruð í fyrsta skipti á Íslandi

Guðni Einarsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 20:30

Alanis Moissette heiðurstónleikar fara fram þann 28 desember á tónleikastaðnum Hard Rock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagskvöldið 28. desember verður kanadíska tónlistarkonan Alanis Morissette heiðruð í fyrsta skipti á Íslandi.
Heiðurshljómsveitin, skipuð grjóthörðum aðdáendum Alanis, mun taka alla Jagged Little Pill plötuna hennar í heild sem og marga aðra slagara!

Hljómsveitina skipa:
Arna Rún Ómarsdóttir: Söngur
Helgi Reynir Jónsson: Gítar, bakraddir
Björgvin Birkir Björgvinsson: Gítar
Jón Ingimundarson: Hljómborð
Erla Stefánsdóttir: Bassi, bakraddir
Gunnar Leó Pálsson: Trommur
Rósa Björg Ómarsdóttir: Bakraddir

Tónleikar hefjast kl. 21:00 stundvíslega í Hard Rock Kjallaranum og fer miðasala fram á tix.is.

Árið 1994 var Alanis Morissette ekki nema 19 ára þegar hún fluttist til Los Angeles frá Kanada, þá nýlega laus undan tveggja platna samning sínum frá útgáfufyrirtækinu MCA. MCA þótti þróun tónlistar hennar ekki á góðum nótum og töldu að Alanis myndi brátt renna sitt skeið sem tónlistarkona og vildu ekki endurnýja samning sinn við hana. 

Það var þá sem að hún kynntist Glen Ballard tónlistarframleiðanda. Þau náðu strax vel saman og áttu mjög gott og farsælt samstarf. Glen bar mikla virðingu og traust til hennar í því ferli sem þurfti til að gera jafn hráa og tilfinningaríka tónlist eins og hún vildi gera. Þau settu kvóta á hversu löngum tíma þau máttu eyða í lögin og þá sérstaklega sönginn og fylgdu þau þeirri reglu til hins ýtrasta til að missa ekki hráa fílinginn. Að hennar sögn gerðu þau ekkert annað en að semja, borða og sofa og á mjög skömmum tíma varð Jagged Little Pill til, hennar allra stærsta plata fyrr eða síðar.

Jagged Little Pill er 10. mest selda plata allra tíma og hefur selst í um 33 milljónum eintaka út um allan heim. 
Platan situr tryggilega í 3. sæti á Billboard lista yfir áhrifamestu plötur tónlistarkvenna allra tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“