fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Ragga nagli – „Ekki leyfa Ekki-nógunni“ að sigra enn eitt árið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. 

Þrífa eldhússkápana.
Strjúka af gólflistunum.
Kaupa hangikjötið.
Strauja línið.
Viðra sængurnar.
Pússa silfrið.
Baka sörurnar
Panta kalkúninn.

Ohhh….jólakortin….. andsk….

To-do listinn er á biblískan mælikvarða.

Streitan heltekur skrokk og sinni.

Þú hlammar þér í sófann.
Opnar instagramm sem gefur sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá.

Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum.

Óaðfinnanlegar Sörur.
Sjö sortir á sunnudegi.
Mannvirki úr piparkökum.
Ein gerði Hallgrímskirkju.
Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace.

Heimilin eins og Hús og híbýli séu væntanleg.
Jólaþemað þetta árið er New York 1930.
Antík jólakúlur í skál á sprautulakkaða eldhúsborðinu.
Stofan seríuklædd eins og lendingarbraut á Keflavíkurvelli.

Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger á þúsundkall.
Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.
Sörurnar eins og dauðar köngulær.

Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum.
Serían flækt og ein peran ónýt.

Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna.
Hann hvíslar í eyrað á þér: „Þú munt aldrei ná þessu öllu.“

„Ekki-nógan“ mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert.

„Átt eftir að strauja jóladúkinn og setja upp jólagardínurnar… kortér í jól.“

Kvíðinn minnir þig á hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.

Við setjum okkur kröfur sem fara með himinskautum og ekki fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim.

Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu.
Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum.
Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum.

Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.

Hylltu myllumerkið #nógugott

Það koma jól.
Hvort sem það er ryk í hornunum.
Sængin óviðruð.
Eldhússkáparnir skipulagt kaos.
Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr.

Það koma alltaf jól.
Ætlum við að njóta þeirra.

Eða leyfa „Ekki-nógunni“ að sigra enn eitt árið með kvíðahnút og vanlíðan.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina