Samkvæmt nýrri könnun MMR á vinsældum jólasveinanna þá er Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð með 29% tilnefninga.
Vinsældir Stúfs féllu á milli ára en hann situr enn í öðru sætinu, fjórum prósentustigum á eftir Kertasníki og Hurðaskellir var líkt og fyrri ár í þriðja sæti með 13% tilnefninga.
Kertasníkir reyndist vinsælasti jólasveinninn á meðal kvenna en heil 39% kvenna héldu sérstaklega upp á hann, samanborið við 19% karla. Á meðal karla reyndist Stúfur hlutskarpastur, en 22% þeirra nefndu hann sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 27% kvenna.
Nokkurn mun var að finna á vinsældum jólasveinanna eftir kyni svarenda. Kertasníkir var efstur á blaði hjá konum líkt og í síðustu mælingum en 39% kvenna sögðu hann sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 19% karla. Þá naut Stúfur mestra vinsælda á meðal karla (22%) en lenti í öðru sæti á meðal kvenna (27%). Hurðaskellir mætti með látum í þriðja sætið hjá báðum kynum en jólasveinninn ærslafulli reyndist þó ögn vinsælli hjá körlum (16%) heldur en konum (10%). Mestan mun á vinsældum eftir kyni svarenda var að finna hjá Bjúgnakræki, sem reyndist uppáhalds jólasveinn 9% karla en einungis 1% kvenna.