fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Iceland Open líkamsræktarmótið komið til að vera – Fjöldi manns í höllinni – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 18:30

Hrönn Sigurðardóttir og Konráð Valur Gíslason ásamt tveimur vinningshöfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iceland Open var haldið laugardaginn 15. desember í Laugardalshöll.  

Mótið var allt hið glæsilegasta og er óhætt að segja að aldrei hafi farið fram eins sterkt mót í líkamsrækt á Íslandi. Það var fitnesskonungur Íslands, Konráð Valur Gíslason, sem hafði veg og vanda af skipulagningu mótsins, en þetta var í fyrsta sinn sem mótið fer fram.

Konni er Fitnesskonungur Íslands – Heldur líkamsræktarhátíðina Iceland Open í fyrsta sinn á Íslandi

Á stóra sviðinu fór fram fitness og vaxtarræktarmót undir merki Npc.

Þetta var svo kallað IFBB pro qualifier mót sem gefur keppendum kost á að vinna sér inn atvinnumannaskírteini í einhverjum af þeim fjölmörgu flokkum sem keppt var í.

Það stigu 151 glæsilegir keppendur á svið og það sást strax í fyrsta flokki að þarna var á ferðinni óvenju sterkt mót. Flestir keppendur komu til leiks í hrikalega góðu formi og það var augljóst að Íslendingarnir áttu í stökustu erfiðleikum í keppni við þá erlendu. Stemningin var á köflum þannig að það virtist sem þakið ætlaði að rifna af Laugardalshöllinni.

Það voru fimm íþróttamenn sem yfirgáfu sviðið sem IFBB pro, en að þessu sinni voru engir Íslendingar í hópnum. Þó voru sjö Íslendingar sem unnu sína hæðar- eða þyngdarflokka.

Thor´s powerlifting challenge fór fram í anddyri gömlu hallarinnar og það kom fljótt í ljós að það þarf mun stærra rými undir það mót. Það var pakkað af fólki og nánast slegist um að sjá „sviðið.“

Helst ber að nefna að Hafþór Júlíus Björnsson tók 1100 kg í samanlögðu á sínu allra fyrsta móti og Kirill Sarychev tók 300 kg í bekkpressu eins og að drekka vatn.

The Nocco Challenge var vinsæl og gaman að sjá þegar það er blandað saman svona mörgum greinum saman, á meðal keppenda var Sigríður Ómarsdóttir sem hafði staðið á sviðinu nokkrum klukkustundum áður og unnið sinn flokk í Bikini Novice.

Mjölnir var með Brasilian Jui Jitsu No-gi mót og var frábært að sjá gólfglímuna fá svona mikla athygli.

Laugardalshöllin var pökkuð af fólki og augljóst að þessi viðburður er kominn til að vera.

Ólafur Þórisson mætti í höllina og tók myndir af stemningunni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum