fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Habbý Ósk opnar sýningu í Hofi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarkonan Habbý Ósk opnar sýningu sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 15. desember.

Habbý er fædd og uppalin á Akureyri en býr og starfar sem myndlistarkona í New York þar sem hún gerir það gott. Í listinni vinnur hún með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum, til að mynda með samspili skúlptúra og ljósmynda af þeim. Hún vinnur með þemu líkt og varanleika, jafnvægi, tíma, þyngdarafl, hreyfingu og andhverfur þeirra. Habbý útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York 2009 og bachelorgráðu í myndlist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum, tekið þátt í samsýningum víðsvegar um heiminn og gestavinnustofum.

Opnun sýningar Habbýar hefst klukkan 16 og eru allir velkomnir en sýningin stendur til 10. febrúar 2019. Sýningin er önnur myndlistarsýningin af fjórum sem settar verða upp í Hofi á starfsárinu. Nýlega lauk sýningu Brynhildar Kristinsdóttur, en í febrúar setur Þrándur Þórarinsson upp sýningu og í vor verður það myndlistamaðurinn Jón Laxdal sem sýnir verk sín í Hofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“