Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira og nú er Ragga komin með Heilsuvarp.
Heilsuvarp Röggu Nagla er komið út í kosmósið.
Yðar einlæg er orðin hlaðvarpari.
Það vantaði þann titil á ferilskrána.Þar með er enn eitt vígið fallið í miðlum þar sem Naglinn nöldrar.
Snapchat. Facebook. Blogg. Bók. Instagram.
Það vantaði bara að röddin í gömlu hamri á hljóðhimnunni ykkar úr heyrnartólunum, símanum eða tölvunni.
Þættirnir eru aðgengilegir á Soundcloud, Itunes eða hvaða appi sem þú notar til að hlusta á hlaðvarp.
Í þáttunum verður rætt við aðra heilsunörda sem eru sérfræðingar á sínu sviði og fjallað um allt milli himins og jarðar sem viðkemur heilsu.
Mataræði. Hreyfing. Svefn. Streita. Lyftingar. Sálfræði.
Naglinn hélt bara fyrir nefið og henti sér í djúpu laugina í hlaðvarpsheiminum og vonandi verða þættirnir til gagns og jafnvel einhvers gamans.