fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Högni á trúnó – „Það að ná þér aftur og koma þér saman er mikill sigur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það að þurfast í augu við sjálfan þig sem veikan og falinn,og það að ná þér aftur og koma þér saman er mikill sigur,“ segir tónlistarmaðurinn Högni. „Þá ertu um leið með tungumál til þess að skapa með.“

Högni er einn fjögurra tónlistarmanna sem sýna á sér nýja hlið í annarri þáttaröð Trúnó, sem snýr aftur í Sjónvarpi Símans Premium 21. Desember. Aðrir viðmælendur eru Gunnar Þórðarson, Mugison og Raggi Bjarna.

Þeir segja okkur frá hlutum og viðburðum í þeirra lífi sem hafa mótað listsköpun þeirra í tónlist með einlægum hætti, segja frá hlutum sem þeir hafa ekki talað um áður.

„Þetta eru draumaviðmælendur sem ég fékk í báðum seríunum. Tónlistin þeirra er svo stór hluti af lífi okkar allra. Mig langaði að hafa þættina í eldhúsinu heima hjá þeim og komast að kjarnanum um lífið og listina,“ segir Anna Hildur.

Allir fjórir þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember en þeir eru framleiddir af Tattarrattat fyrir Símann. Hugmynd og handrit þáttanna á Anna Hildur Hildibrandsdóttir, en leikstjóri og tökumaður er Margrét Seema Takyar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Í gær

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Í gær

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband