fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Grýla fyrirferðarmikil í Netflix-þætti

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 14. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varla er til sá Íslendingur sem hefur ekki heyrt getið til nafnsins Grýlu, móður jólasveinanna þrettán. Ekki nóg með að þau Leppalúði séu af tröllakyni heldur eru þau stórhættuleg börnum og hafa, ólíkt sonum sínum, ekkert breyst hvað það varðar í aldanna rás.

Í sérstökum jólaþætti sjónvarpsseríunnar Chilling Adventures of Sabrina, sem framleiddir eru af streymiveitunni Netflix, bregður sjálfri Grýla fyrir ásamt jólasveinum sínum (sem eru að vísu ósýnilegir). Í Grýlukvæði Jóhannesar af Kötlum er henni lýst sem leiðri og ljótri tröllakerlingu með ferlega hönd og haltan fót.

Þetta á hins vegar ekki við um þá mynd sem hún tekur í ævintýri unglinganornarinnar Sabrinu, þar sem hún skýtur upp kollinum í meira hefðbundnu nornagervi. Þátturinn ber heitið A Midwinter’s Tale og fer kanadíska leikkonan Heather Doerksen með hlutverk íslensku þjóðsögupersónunnar.

Grýla er þó söm við sig á margan hátt. Í kvæði Jóhannesar segir einnig: „Ef góð voru börnin var Grýla svöng, og raulaði ófagran sultarsöng. Ef slæm voru börnin varð Grýla glöð, og fálmaði í pokann sinn fingrahröð.“

Ekki skal uppljóstrað nánar um framvindu þáttarins en þess má geta að nafnið er borið fram „Græla“ í þættinum, en mynd af sveinkamömmunni má sjá að neðan. Áhugasamir eru beðnir um að kíkja á þáttinn í heild sinni og ekki síður þáttaröðina ef út í það er farið.

Svona er ímynd Grýlu í nýju þáttunum um unglinganornina Sabrinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna