fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Elísabet um fósturmissi: „Þú getur ekki tekið sorgina frá neinum“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 14. desember 2018 22:30

Mynd: Spessi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mikilvægt að festa sig ekki í gömlu hlutverki. Gamla hlutverkið manns virkar ekki alltaf við nýjar aðstæður. Maður þarf að bíða, sjá, vona og byrja eða jafnvel sleppa tökunum. Þetta er eitt af því sem ég lærði eftir þessa merkilegu reynslu.”

Svo mælir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, skáld og rithöfundur, en hún gerir upp gamla sorg og eldri minningar í nýjustu ljóðabók sinni. Bókin ber heitið Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar, og segir Elísabet bókina segir fjalla um það hvernig tilfinningin það er að missa fóstur frá sjónarhorni ömmunnar þegar um endurteknar tæknifrjóvganir er að ræða.

Að sögn Elísabetar sá hún sig sem eins konar almætti á fyrri árum. Þegar hún er beðin að útskýra það nánar tekur hún fram að hún hafi ofmetið hæfni sína til að stýra og stjórna öllu varðandi fjölskyldu sína. Jafnframt vill hún meina að ljóðin gefi innsýn inn í þær varnir sem einstaklingur á til að byggja upp með sorginni.

„Ég þóttist eitt sinn geta tekið sorgina frá einum syni mínum,“ segir Elísabet og heldur áfram, „Þá sagði annar sonur minn: „þú getur ekki tekið sorgina frá neinum.”

„Síðan kynntist ég konu sem sagði mér að sorgin væri eign og því er ég sammála,” segir Elísabet. „Maður á sína sorg, því sorgin gefur manni svo margar upplýsingar, til dæmis hver maður er, og hvað maður er að syrgja. Sorgin inniheldur líka allar aðrar tilfinningar; feginleika, gleði, eftirsjá. Hún er ekki einn pakki sem heitir sorg. Hún er rosalega margslungin og þú átt þínar eigin tilfinningar.“

Þá segir Elísabet að besta svarið, þegar fólk leitar til annarra fyrir ráð, sé með svarinu: „Þú munt finna út úr þessu,“ að sorgar- og bataferli virki yfirleitt ef hlutirnir þróast af sjálfu sér.

„Þetta eru bestu ráðin, frekar en að segja eitthvað í líkingu við „Farðu til Færeyja eða keyptu þér kjól. Það getur alveg verið ágætt en stundum er maður svo þreklaus að það er bara penninn sem ratar. Sumir geta kannski tjáð sig við fólk en ég tjái mig best við blaðið, en það hefur batnað með árunum.“

„Að missa fóstur er að missa barn. En það var fræðslan, trúin, þessi lífsins ljóð, sem stöppuðu í mig stálinu og héldu mér gangandi þau sex ár sem það tók að koma Lillý Elísabetu ömmustelpu í heiminn. Og Talía var þrjú á leiðinni til okkar,“ segir Elísabet á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir mynd af bókinni. Sonardóttir Elísabetar, Kamilla Garpsdóttir, teiknaði kápumyndina.

„Ofar öllu var styrkur mömmunnar og pabbans, því þótt þau deildu reynslu sinni, styrk og vonum, þá voru þau eitt heilagt félag sem þáðu, þráðu og fengu hjálpina hvort frá öðru.

Núna er ég svo óskaplega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum heimi, og kannski einu sinni á ári gæti ég átt það til að vínka einni stjörnu og segja: Hæ, ég er amma þín.

Stóra sagan í bókinni er um það hvernig við höldum alltaf áfram, þegar myrkrið hellist yfir okkur, við missum mátt og sálarþrek, eygjum enga von, vitum ekki hvernig áttin snýr… þá er það kannski penninn einn sem ratar.“

Bókin fæst í Melabúðinni, Eymundsson Austurstræti, Bókakaffinu Selfossi og hjá höfundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum