fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfufyrirtækið Ostereo lagðist yfir þau lög sem setið hafa á topplistum vinsældalista á jólum til að komast að því hvað lag þarf að hafa til að bera til að verða hinn fullkomni jólasmellur.

Merkilegt nokk þá er niðurstaðan ekki hefðbundið jólalag, heldur kom í ljós eftir að topplög lista síðustu 50 jól voru skoðum að útgáfa hljómsveitarinnar Pet Shop Boys á lagi Elvis Presley, Always On My Mind, er hinn fullkomni jólasmellur.

Samkvæmt rannsókninni þá er lag líklegast til að sigra baráttuna um toppsætið ef það er þrjár mínútur og 57 sekúndur á lengd, í G-dúr, á hraðanum 114 bpm og flutt af karlsöngvara sem er 27 ára.

Af lögunum sem farið var yfir var nærri helmingur laganna ábreiður, flest þeirra fjölluðu ekkert um jól og mörg þeirra voru ballöður.

Always On My Mind frá 1987 er talið innihalda fullkomna tóntegund og lengd, og að lagið er ábreiða er því einnig í hag. Lagið er hins vegar flutt af dúett, sem eru 31 og hálfs árs að meðaltali og nokkuð hratt, eða 125 bpm.

„Ég tel okkur langt frá því að geta sagt til um jólatopplag byggt á algórythma þess,“ segir Howard Murphy stofnandi Ostereo. „En það eru ákveðin einkenni sem gera lag vænlegra til að höfða til fólks um jólin.“

„Slakt lag verður aldrei að smelli sama á hvaða árstíma það er gefið út, jól eða á öðrum tíma, þannig að það dugar ekki að henda jólabjöllum á lag til að gera það að smelli ef lagið er hundlélegt.“

Tekur hann sem dæmi lag East 17, Stay Another Day. „Lagið er ennþá gott, ef þú fjarlægir jólabjöllurnar í lok lagsins. En það er samt ekki jólalag.“

„Með réttri notkun hljóðfæra er hægt að bæta við jólastemningu laga, og þannig vinsældir þess yfir jólatímann.“

12 dögum fyrir jól eru Mark Ronson og Miley Cyrus með lagið Nothing Breaks Like A Heart í 1. sæti í Bretlandi og Halsey með lagið Without Me í 1. sæti í Bandaríkjunum.

Á Íslandi eru Death Cab For Cutie með Northern Lights efst á vinsældalista Rásar 2, Lauren Daigle með You Say á Bylgjunni, Alvaro Soler með La Cintura á K100 og Herra Hnetusmjör með Keyra á FM957 (vinsældalistar skoðaðir 12. Desember).



Ekkert þessara sex ofangreindra laga fjallar um jól.

Í fyrra átti rauðhærði Íslandsvinurinn Ed Sheeran 1. sæti topplista bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum með lög sín Perfect og Shape of You, hvorugt fjallar um jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Í gær

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni