fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Ragga nagli – „Líkamslögun þín hefur ekki áhrif á börnin þín“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. 

Líkamslögun þín hefur ekki áhrif á börnin þín.
En líkamsímyndin smitast niður á þau og mótar þeirra sýn á sinn líkama.

Hvaða lýsingarorð notarðu til að lýsa sjálfri þér?
Hvaða orð heyra börnin þín?

„Ojjj. Sjá þennan maga. Og símastauralærin. Viðbjóður.“

„Bingóvængir og múffutoppur.“

„Eins og illa vafin rúllupylsa í þessu pilsi… ég gubba.“

Er fókusinn eingöngu á skrokklega hollningu?
Er líkaminn það sem skilgreinir virði þitt sem manneskju í þessum heimi?

Hvaða skilaboð ertu að senda út í kosmósið?
Að þau og þú séuð ekki nógu góð ef holdið fellur ekki í óínáanlega fegurðastaðla glanstímarita og instagramms.

Ómakleg gagnrýni og andúð á líkamanum rífur kerfisbundið niður sjálfið, svekkja sjálfsmyndina og mölbrjóta sjálfstraustið.

Reyndu að fækka líkamlegu lýsingarorðunum í orðaforðanum.

Notaðu frekar orð sem lýsa innri manni.

Hvernig við erum að innan en ekki að utan.
Þínum karakter.
Þinni nærveru.

Bæði þegar þú talar um sjálfa þig og eins þegar þú talar við börnin þín.

Það er meira valdeflandi.

Æfðu þig að nota önnur orð með að hrósa náunganum fyrir eitthvað annað en útlitið

Hver hagnast á því að þú reisir níðstöng um skrokkinn?
Það er milljarða iðnaður í Ammeríkunni sem nýr saman höndum og hlær alla leið í bankann af því þú hatast út í nafladellur og bingóvængi.

Við erum með líkamsfitu.
Magn hennar á skrokknum skilgreinir ekki virði okkar sem manneskjur.

Veistu hver fituprósenta Florence Nightingale var?
Veistu hvaða buxnastærð Katrín Jakobsdóttir notar?
Veistu hvað Angela Merkel er þung?
Veistu magaummál Michelle Obama

Ekki?

Af því lögun skrokks skiptir ekki máli til að skilja eftir fótspor sitt í heiminum.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina