fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 15:00

Jólabókaflóðið í ár er veglegt og það er sannað ofurfólk sem tekur þátt í því

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til meðal annars bóklestrar, þýðinga, bókasafna og opinbers stuðnings við bókmenntir.

Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir. Athyglisvert er að svarendum á aldrinum 18-24 ára finnst mikilvægara en öðrum aldurshópum að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Karlar lesa að meðaltali 2 bækur á mánuði en konur 3,5 og þær eru hlynntari opinberum stuðningi við bókmenntir en karlar. Vinir og ættingjar hafa mest áhrif á val á lesefni en einnig vegur umfjöllun í fjölmiðlum þungt.

Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar

Yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi

  • Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telur yfirgnæfandi meirihluti landsmanna, eða um 79%, mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi, sem er hærra hlutfall en í sambærilegri könnun frá síðasta ári. Konur eru í meirihluta þeirra og fólk á aldrinum 18-24 ára.

  • Niðurstöður sýna að 72% svarenda hafa lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga að hluta eða í heild. Um 86% þeirra hafa lesið hefðbundnar bækur á síðustu 12 mánuðum, 31% lesið rafbækur og 35% hlustað á hljóðbækur. Karlar lesa að meðaltali 2 bækur á mánuði en konur 3,5.

  • Samkvæmt niðurstöðum fá um 56% svarenda hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 40% í umfjöllun í fjölmiðlum, 30% í umfjöllun á samfélagsmiðlum, um 26% í bókabúðum, um 25% í auglýsingum og um 20% á bókasöfnum.

 Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi sjö spurninga:

  1. „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga, að hluta eða í heild?“
  2. „Hversu oft eða sjaldan hefur þú lesið/hlustað á bækur með eftirfarandi hætti á síðastliðnum 12 mánuðum?“
  3. „Lest þú á íslensku eða öðru tungumáli?“
  4. „Hversu oft eða sjaldan hefur þú nýtt þér þjónustu bókasafna á Íslandi á síðastliðnum 12 mánuðum?“
  5. „Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Það er mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku“
  6. „Hvar færð þú helst hugmyndir að lesefni?“
  7. „Hversu mikilvægt eða lítilvægt finnst þér að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi?“

Sjá heildarniðurstöður könnunarinnar hér.

Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta dagana 31. október til 12. nóvember, úrtakið var 2480 einstaklingar, 18 ára og eldri, og var svarhlutfall 53% eða 1311 manns. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta lögðu eftirtaldir könnuninni lið: Borgarbókasafn, Félag bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn – Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg og RithöfundasambandÍslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“