Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til meðal annars bóklestrar, þýðinga, bókasafna og opinbers stuðnings við bókmenntir.
Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir. Athyglisvert er að svarendum á aldrinum 18-24 ára finnst mikilvægara en öðrum aldurshópum að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Karlar lesa að meðaltali 2 bækur á mánuði en konur 3,5 og þær eru hlynntari opinberum stuðningi við bókmenntir en karlar. Vinir og ættingjar hafa mest áhrif á val á lesefni en einnig vegur umfjöllun í fjölmiðlum þungt.
Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar
Yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi
Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi sjö spurninga:
Sjá heildarniðurstöður könnunarinnar hér.
Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta dagana 31. október til 12. nóvember, úrtakið var 2480 einstaklingar, 18 ára og eldri, og var svarhlutfall 53% eða 1311 manns. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta lögðu eftirtaldir könnuninni lið: Borgarbókasafn, Félag bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn – Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg og RithöfundasambandÍslands.