fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Lovísa Hrund lést í skelfilegu slysi 17 ára – „Hún vissi hvað var að fara að gerast. Þeirri staðreynd er erfitt að lifa með“

Ragna Gestsdóttir, Auður Ösp
Fimmtudaginn 13. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ár eru liðin síðan Lovísa Hrund Svavarsdóttir, 17 ára gömul, lést í bílslysi 6. apríl 2013, þegar ölvaður ökumaður úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir bifreið hennar á Akrafjallsvegi. Lovísa Hrund lést samstundis.

Íslenskir fjölmiðlar greindu ítarlega frá málinu á sínum tíma.

Móðir hennar, Hrönn Ásgeirsdóttir, hefur unnið að því síðan að endurbyggja líf sitt og í forsíðuviðtali Vikunnar sem kom út í dag segir hún frá Lovísu Hrund, hvernig karakter hún var, sambandi þeirra mæðgna og dregur ekkert undan.

Við vorum algjörar samlokur, vorum alltaf saman, hún var mín besta vinkona. Hún var svakalegur knúsari og var alltaf að finna upp á einhverju til að gleðja aðra. Daginn sem hún lést knúsaði hún mig innilega í síðasta skiptið. Hún gekk á móti mér með útbreiddan faðminn og ég man að ég sagði við sjálfa mig að taka nú almennilega á henni, því það færi að styttast í að hún hætti að nenna þessu. Við áttum mjög fallega stund, stóðum lengi og knúsuðumst, ég vaggaði henni fram og til baka. Svona var hún, alltaf að reyna að fá fólk til að líða vel. Allir sem þekktu hana tala um hana á sama hátt, og lýsa henni sem þessari einstöku, hlýju og góðhjörtuðu manneskju sem hún var.

Samfélagið á Akranesi lamaðist í kjölfar slyssins og segir móðir hennar að atvikið hafi verið ósanngjarnt og ekki þurft að gerast. Lovísa Hrund hafi verið búin að hægja á sér, komin niður í 60 km hraða og komin út í kant. „Hún vissi hvað var að fara að gerast. Þetta var allt svo ósanngjarnt. Þeirri staðreynd er erfitt að lifa með.“

Í kjölfarið stofnuðu foreldrar Lovísu minningarsjóð í hennar nafni en tilgangur sjóðsins er að stuðla að fræðslu og forvörnum gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna.

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar. Meðal þess sem Hrönn ræðir er reiðin sem hún ákvað að takast á við og verðlaunarannsókn hennar á gleymdum hópi í kerfinu; foreldrum sem missa börn af slysförum. Hún segir einnig frá merkjum sem henni hafa borist frá Lovísu Hrund sem sannfærðu hana um að til sé líf eftir þetta líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Í gær

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA