Kári Egilsson píanóleikari, sem er 16 ára gamall, hlaut í gærkvöldi hvatningarverðlaun ASCAP, samtaka tónskálda í Bandaríkjunum.
Verðlaunin eru veitt í nafni Desmond Child, „ASCAP foundation Desmond Child Anthem Award,“ og eru veitt upprennandi tónskáldi eða lagahöfundi.
Það var ævintýri að upplifa þetta, að sjá barnið sitt spila fyrir áhrifafólk í tónlistarlífi Bandaríkjana og þennan kröfuharða hóp, en honum var mjög vel fagnað. Hann var minnst stressaður sjálfur.
ASCAP verðlaunar árlega hóp útgefenda, lagahöfunda og tónlistarmanna, en á meðal þeirra sem hljóta verðlaun í ár eru höfundar lag Ed Sheeran, Shape of You, tónlistarkonan Lana Del Rey og sænski „popp-Mídasinn“ Max Martin, en hann hefur samið fjölda laga fyrir Backstreet Boys, N*Sync, Christinu Augileru og Pink, svo aðeins nokkrir séu nefndir.
Bandaríski lagahöfundurinn Desmond Child fær aðalverðlaunin fyrir langan og farsælan feril hans. Á ferilskrá hans eru smellir eins og You Give Love a Bad Name með Bon Jovi, I Was Made For Loving You með Kiss og Poison með Alice Cooper.