fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri og lífskúnster ökklabrotnaði fyrir nokkru og segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi vantað hjólastól til að komast um.

„Hringdi á alla í símaskránni,“ segir Hrafn, og bætir við að verðin á hjólastól hafi verið frá 79.800 – 140.000 kr. Eftir ábendingu frá pólskri ræstingakonu hringdi hann í Costco og þar var til ein tegund af hjólastól og verðið ekki amalegt að sögn Hrafns, 17.900 kr., sem telst næstum gjöf en ekki gjald.

Yaira sambýliskona Hrafns fór og sótti stólinn og er Hrafn búinn að rúlla um á honum í vel á annan mánuð að eigin sögn.

„Fyrir mig er stóllinn algert masterpís,“ segir Hrafn og ætlar að drífa sig sjálfur í Costco þegar hann er orðin rólfær.


Einn vina Hrafns skrifar athugasemd um hvort hann hafi ekki getað leigt sér hjólastól.

Tvö fyrirtæki leigja út hjólastóla.
Hjá Stoð hf. er lágmarksgjald fyrir 7 daga notkun 9.800 kr. Hver dagur umfram það kostar 900 kr. á dag. Tveggja mánaða leiga væri því um 58.000 kr.
Hjá Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar er verðið fyrir mánuð 19.900 kr. Tveggja mánaða leiga er því 39.800 kr.

Hrafn gerði því kostakaup með kaupunum í Costco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf