fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru tími kærleika, friðar og gjafakaupa. Fyrir hverja fimm sem bíða ólmir eftir seinni hluta desembermánaðar um ár hvert er ábyggilega einn Skröggur sem er hinu megin á línunni. Hátíðarhöld og stressið sem fylgir jólunum er svo sannarlega ekki allra. Sumir hafa hátt um óþol sitt á hátíð barnanna en aðrir ekki.

Kíkjum þess vegna aðeins á frægt fólk sem hafa opinberlega viðurkennt óbeit sína á jólahöldum.

„Mér er afskaplega illa við jólin,“ segir leikarinn Colin Firth í viðtali við Daily Mail árið 2009. „Á þessum tíma árs gæti ég þess að kveikja aldrei á útvarpinu vegna þess að jólalög gera mig sturlaðan. Mér finnst jólin gera okkur öll að hálfgerðum Skröggum. Allir reyna að henda gleðinni í áttina til þín og tilgerðin gerir mig ákaflega fúlan.“

 

Tónlistarkonan Lady Gaga hefur átt óvenjulega gott ár þetta árið og eru margir farnir að spá henni Óskarstilnefningu fyrir leik hennar í A Star is Born. Gaga hefur þó ekki farið leynt með skort sinn á jólaáhuga og beit hún eitt skiptið hausinn af jólasveinabangsa á tónleikum í myndbandi sem dreifðist víða um veraldarvefinn. Ekki nóg með að hafa rifið hausinn af leikfanginu, heldur steig hún á hauslausa sveinka í háhælaskóm og kastaði dúkkunni þvert yfir áhorfendur. Að hennar sögn líður henni oftast illa á jólunum. „Ég þoli ekki hátíðirnar, svo einfalt er það,“ er hermt eftir henni.

 

Breski leikarinn Hugh Grant kann lítið við hátíðarhöld og reynir að flýja til Múslimalanda við hvert tækifæri yfir jólin. Þetta gerði hann eitt sinn með föður sínum, sem er á sömu skoðun varðandi hátíðirnar. Þess má geta að Grant fer með eitt af aðalhlutverkunum í jólamyndinni Love Actually, þar sem hann lék einmitt á móti ofannefndum Skrögg, Colin Firth.

 

„Kallaðu mig Trölla en jólunum fylgir svo mikil depurð, ofgnótt og græðgi,“ segir söngkonan Miley Cyrus. Hún tekur í sama streng og Lady Gaga og segir desemberhátíðina vera háannatíma fyrir vanlíðan.

 

Franska leikkonan Marion Cotillard er algjörlega á móti jólahaldi og þykir athafnirnar vera úreltar og hallærislegar. Leikkonan hefur þó tjáð sig um að þetta hafi verið svona hjá henni síðan á æskuárunum. Hún segir annað slagið söguna af því hvernig hún afþakkaði allar óskir um gjafir þegar móðir hennar spurði hvað hana langaði í í jólagjöf. „Ég er bara ekki jólamanneskja,“ segir hún skýr.

 

Tónlistarmaðurinn Ozzy Osbourne sér ómögulega tilganginn með jólunum. „Ég hata jólin,“ hefur hann ítrekað sagt. „Ég hata þau svo mikið. Heimurinn stöðvast alveg. Hér áður fyrr var hægt að nýta þau sem afsökun til að hella sig fullan í tvær vikur, en nú þarf ég að rífa upp jólapakka og þykjast vera glaður. Hvílík sóun á pappír!“

 

Helsta ósk Óskarsverðlaunaleikarans Christoph Waltz væri að afnema hátíðarhöld almennt. „Ég vil helst ekki hafa nein jól,“ hefur leikarinn sagt og tekur fram að hann þolir ekki verslunaráráttuna og kaupfíknina sem yfirgnæfir fólk um allan heim. „Þessi tilfinning nær óhuggulegu hámarki yfir jólin og ég er á móti því.“

Kannski tengist óbeit hans því að hann er alinn upp í Austurríki við þá hefð að jóladjöfullinn Krampus kemur og hirðir vondu krakkanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna