fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Emmsjé Gauti hannar strigaskó í samstarfi við Helga – „Ég vil ekki myrða neinn“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Emmsjé Gauti sýnir nú á sér nýja hlið, en í samstarfi við Helga skóhönnuð hefur hann hannað sína fyrstu strigaskó. 20 pör eru í boði og er hægt að skrá sig í happdrætti á vefsíðu verslunarinnar Húrra Reykjavík til að eiga kost á að eignast kauprétt að pari.

Í viðtali við Vísi segist Emmsjé Gauti lengi hafa haft mikinn áhuga á strigaskóm. „Í raun og veru hófst þetta fyrir alveg einu og hálfu ári. Þá datt mér í hug að gera skó – upprunalega ætlaði ég að athuga hvort ég gæti fengið eitt par sem ég gæti „moddað“ og búið til Vagg og veltu skóna.“

Helgi lærði skósmíði hjá skóhönnuðinum Dominic Ciambrone – Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu

Skórnir eru Air Jordan I mid og eru hannaðir í þema nýjustu plötu Emmsjé Gauta, Fimm. Vildi hann gera meira en að tússa bara á þá og gekk á milli saumastofa, áður en honum var bent á Helga Líndal. Einnig komu Björn Geir vinur Emmsjé Gauta, sem vinnur í skóbúð í San Francisco og Bobby Breiðholt, hönnuður plötunnar Fimm að hönnun skónna, sem eru málaðir með sérstakri skómálningu, reimarnar eru breyttar og koma þeir í sérsaumuðum taupoka í kassa sem er sérgerður hér á landi. Vínylplata af Fimm fylgir síðan með.

Happdrætti um kaupréttinn verður á Húrra og tekið verður við skráningum á vefsíðu þeirra fram að miðnætti á föstudag, dregið verður á laugardagog þeir heppnu geta sótt skóna á sunnudag.


„Ég skil að ungir menn geti hangið í röð með sperrtan líkama sem þolir enn kulda. En við erum auðvitað að sigla inn í harðan vetur – það var lokað í Laugardalslauginni um daginn vegna þess að það voru eldingar í henni. Ég er bara hræddur um fólk. Ég vil ekki myrða neinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram