Félagasamtökin Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra gefa kærleiks gjöf, bókina Tilfinninga Blær, til allra leik- og grunnskóla landsins.
Fyrstu tvær bækurnar voru afhentar í dag, til tveggja leikskóla sem eru báðum samtökunum einstaklega kærir.
Gunnur leikskólastjóri tók við bókinni í Garðaborg, sem dýrmæta Eva Lynn heitin, systir Arons, mágkona Hildar og frænka Birnis Blæs gekk í og
Rebekka leikskólastjóri tók við bókinni í Múlaborg, þar sem dýrmæti Einar Darri heitin, sonur Báru og systir Andreu gekk í.
Bókin verður send til allra leik- og grunnskóla á næstu dögum.
„Í sameiningu munum við gefa öllum leik- og grunnskólum Íslands eintak af bókinni,“ segir Andrea Ýr Arnarsdóttir, formaður Minningarsjóðs Einars Darra.
Tilfinninga Blær er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim.
„Við teljum málefni Ég á bara eitt líf og Allir gráta, tengjast að mörgu leiti og með því að gefa bókina í leik- og grunnskóla viljum við stuðla að markmiðum okkar beggja. Markmið Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem við teljum að geti spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni, sem er eitt af markmiðum Ég á bara eitt líf. Við vonum innilega að bókin muni nýtast í þvi dýrmæta starfi sem fer fram í leik- og grunnskólum landsins,“ segja forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra og Allir gráta.
Facebook-síða Minningarsjóðs Einars Darra.