fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna

Sara Barðdal Þórisdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Í desember er jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.

Glugginn fyrir 7. desember bauð upp á áskorun:

HiiTFiT áskorun dagsins: Stattu upp á klukkutímafresti – teygðu úr þér, gakktu nokkur skref, taktu dansspor, hristu hendur og fætur – hvað sem er – brjóttu upp kyrrsetuna!

Af hverju? 

Eitt það mikilvægasta fyrir líkamlega heilsu er að hreyfa sig reglulega á ákveðinn hátt og helst þannig að þú takir á öllum líkamanum. En með löngum vinnudögum við skrifborð, tölvu- og símahangsi, lyftum, rúllustigum, bílum og þar fram eftir götunum erum við að hreyfa okkur mun minna og sjaldnar en við ættum að vera að gera. Langar kyrrsetur í fleiri klukkutíma í einu geta aukið líkurnar á alvarlegum heilsubrestum eins og hjartasjúkdómum, áunninni sykursýki og ákveðnum tegundum krabbameina en rannsóknir sýna að við mikla kyrrsetu aukast líkurnar á þessum kvillum um heil 34% hjá konum. Bara með því að standa upp og hreyfa þig reglulega í gegnum daginn geturðu minnkað líkurnar á þessum sjúkdómum – líka þó þú æfir og hreyfir þig reglulega í viku hverri.

En af hverju er það sem mikil og löng kyrrseta hefur svona slæm áhrif? Þegar þú situr eru stærstu vöðvar líkamans í hvíld sem þýðir að á sama tíma eru þeir ekki ná að vinna sykur úr blóðinu sem eykur líkurnar á áunninni sykursýki. Í þessari stöðu hríðfellur einnig virkni ákveðinna ensíma sem annars vinna á fitu í blóðinu svo góða kólestrólið (HDL) fellur með. Þetta getur því valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

Í dag skaltu því standa upp með jöfnu millibili og sjá hvort þér líði ekki aðeins öðruvísi í lok dags – ekki nóg með það að þú gerir líkamanum stóran greiða heldur léttir þetta lundina talsvert og eykur jafna orku yfir daginn.
– Stilltu vekjaraklukkuna á símanum þínum á klukkutímafresti fram til kvölds eða ef þú ert með heilsuúr, fáðu það til þess að pípa á þig á klukkutímafresti út daginn til að minna þig á!

Skrá má sig í jóladagatalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Í gær

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“