Jólastjarnan 2018 hefur verið valin og sú heppna heitir Þórdís Karlsdóttir, 13 ára söngsnillingur úr Mosfellsbæ. Mun hún koma fram á tónleikunum Jólagestir Björgvins 20. – 22. desember og syngja þar með helstu tónlistarmönnum landsins, á fimm uppseldum tónleikum í Eldborg, fyrir samtals tæplega átta þúsund gesti.
Jólastjarnan er valin á hverju ári og var afhjúpuð á sunnudagskvöld í Sjónvarpi Símans, í lokaþætti ársins. Keppnisrétt hafa allir söngelskir krakkar 14 ára og yngri og sækja mörg hundruð krakkar um á hverju ári.
Á endanum voru 12 ungir og efnilegir söngvarar valdir af dómnefnd til að taka þátt í keppninni í ár. Dómnefndina skipuðu þau Svala Björgvins, Jóhanna Guðrún og Björgvin Halldórsson. Allir keppendur stóðu sig með prýði og munu allir 12 koma fram á tónleikunum en einungis Jólastjarnan Þórdís fer með einsöng.
Til að fylgja þessum tíðindum eftir hefur Sena gefið út annað lagið sem Þórdís söng í þáttunum og tryggðihenni sigur, Crazy.