Hljómsveitin Stjórnin fagnar 30 ára afmæli í ár, og merkilegt nokk þá hefur sveitin ekki gefið út jólalag á þeim langa tíma, þar til núna. Söngkona sveitarinnar hefur nokkur jól í röð haldið jólatónleika við miklar vinsældir, nú síðast helgina 7. og 8. desember í Eldborgarsal Hörpu.
Fyrsta jólalag Stjórnarinnar heitir Enn ein jól, lagið er eftir Grétar Örvarsson og textinn eftir Braga Valdimar Skúlason, Baggalút með meiru.
Grétar, Máni Svavarsson og Þórir Úlfarsson sáu um útsetningu, hljómborð og forritun, og Grétar og Þórir um hljóðblöndun.
Bjarki Ómarsson spilar á hljómborð og sér um forritun, Pétur Valgarð Pétursson spilar á kassagítar, Kristján Grétarsson á gítar, Eiður Arnarsson á bassa og Regína Ósk er í bakröddum.
Grétar, Máni Svavarsson og Þórir Úlfarsson sáu um útsetningu, hljómborð og forritun, og Grétar og Þórir um hljóðblöndun. Addi 800 sá um hljóðjöfnun.