fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Söngleikurinn Matthildur – Fyrsta lagið birt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarleikhúsið frumsýndi í dag fyrsta lagið úr söngleiknum Matthildur, sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu í mars.

Lagið heitir Er ég verð stór og er í flutningi leikarahópsins.

Söngleikurinn Matthildur er byggður á samnefndi bók Roald Dahl. Stúlkan Matthildur er óvenju gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl.

Foreldrar hennar eru hins vegar fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð. Matthildur lumar þó á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins og með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni.

Þetta er fræg saga um litla stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttunni við ranglæti heimsins.

Með aðalhlutverk í verkinu fara Björgvin Franz Gíslason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Björn Stefánsson og Ebba Katrín Finnsdóttir. Þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skipta með sér hlutverki Matthildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu