fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Karlmenn og stuðningsfólk Flokk fólksins líklegast til að eiga gæludýr

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun MMR á gæludýrahaldi landsmanna er gæludýrahald algengara hjá körlum (43%) heldur en konum (38%).

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október 2018 og var heildarfjöldi svarenda 964 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Tæplega fjórðungur landsmanna (24%) sagði einn eða fleiri hunda að finna á heimili sínu, 16% kváðu ketti til staðar og 7% sögðust halda annars konar gæludýr. Þá kváðu 60% engin gæludýr vera á heimilum sínum.

Svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ekki búa með gæludýrum á heimilum sínum (80%) en þau á aldrinum 30-49 ára voru líklegust til að segjast halda gæludýr (47%).

Stuðningsfólk Flokks fólksins (60%), Miðflokks (49%) og Pírata (48%) reyndist líklegast til að segjast hafa gæludýr á heimili sínu en stuðningsfólk Vinstri grænna (23%) og Samfylkingar (32%) ólíklegust.

Hundahald reyndist mest hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (48%), stuðningsfólk Píratar (24%) var líklegast til að segja ketti að finna á heimilum sínum og stuðningsfólk Miðflokks (20%) reyndist líklegast til að halda annars konar gæludýr.

Munur eftir lýðfræðihópum

Gæludýrahald reyndist algengara hjá körlum (43%) heldur en konum (38%) og var mestan mun að finna í hundahaldi en 26% karla sögðu einn eða fleiri hund að finna á heimili sínu, samanborið við 22% kvenna.

Svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ekki búa með gæludýrum á heimilum sínum (80%) en þau á aldrinum 30-49 ára voru líklegust til að halda gæludýr (47%). Lítinn mun var að sjá á hundahaldi svarenda á aldrinum 18-67 ára en svarendur á aldrinum 30-49 ára voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja ketti (21%) eða annars konar glæludýr (11%) vera að finna á heimilum sínum.

Þá voru svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að hafa hund á heimili sínu (29%) en íbúar höfuðborgarsvæðisins (21%).

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Flokks fólksins (60%), Miðflokks (49%) og Pírata (48%) reyndist líklegast til að segjast hafa gæludýr á heimili sínu en stuðningsfólk Vinstri grænna (23%) og Samfylkingar (32%) ólíklegust. Hundahald reyndist mest hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (48%), stuðningsfólk Píratar (24%) var líklegast til að segja ketti að finna á heimilum sínum og stuðningsfólk Miðflokks (20%) reyndist líklegast til að halda annars konar gæludýr.

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 964 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 22. október 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“