Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter um helgina hverjir yrðu næstu gestir hans í þriðju þáttaröðinni af Atvinnumönnunum okkar.
Gestirnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnugylfingur, Rúrik Gíslason, fótboltamaður, og Sunna Tsunami, atvinnumaður í blandaðri bardagalist.
@olafiakri @GislasonRurik og @sunnatsunami öll staðfest! Án ef fjölbreyttasta serían hingað til og lofum þrusu þáttum í vor! #Atvinnumennirnirokkar
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 10, 2018
„Án efa fjölbreyttasta serían hingað til og lofum þrusu þáttum í vor,“ segir Auddi.
Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor, en í þetta sinn heimsækir Auddi einn íþróttamann í hverri íþrótt og kynjahlutföll eru jöfn: þrjár konur og þrír karlmenn.
Í þáttunum kynnist Auddi nokkrum af helstu afreksmönnum okkar í heimi íþróttamenn og fylgist með þeim í leik og starfi, en flestir þeirra eru búsettir erlendis.
Auddi hefur þegar heimsótt fyrstu gestina, Martin Hermannsson, atvinnumann í körfubolta, og snjóbrettakappannHalldór Helgason.
https://www.instagram.com/p/Bqcbn1qlatN/
https://www.instagram.com/p/BqmxmPDFNfo/
Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú þriðja af þeim afreksmönnum, sem Auddi var áður búinn að tilkynna um.