fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Áskorun Bigga löggu – „Bónus er heppið að hafa Sigga og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjustu færslu sinni á Facebook bendir Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, á að þrátt fyrir að aðventan sé einn skemmtilegasti tími ársins, finnst honum sem aðventan í ár hati litast af ljótum orðum og neikvæðri umræðu.

„Það fer nægur tími í slíkt allt árið,“ segir Biggi og mælir með að við látum ljósið taka meira pláss en myrkrið.

Skorar Biggi því á okkur og sjálfan sig með: að hrósa einum einstaklingi á dag fram að jólum. Og byrjar hann sjálfur á eigin áskorun og hrósar ungum dreng sem starfar í Bónus á Völlunum í Hafnarfirði, en þar gerir Biggi matarinnkaupin og viðurkennir að fara einum of oft í búðina, sökum skipulagsleysis í matarinnkaupum.

„Sigurður Bragi Stefánsson fær því fyrsta aðventuhrósið frá mér. Bónus er heppið að hafa hann Sigga, við Vallarbúar eru heppnir að hann sé í okkar hverfi og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum,“ segir Biggi, sem heldur aðventuna með bros á vör og hvetur alla til að vera með, hrósa einum einstaklingi á dag og merkja með myllumerkinu #jolahros2018 á hvaða samfélagsmiðil sem er Facebook, Instagram eða Twitter.

Aðventan er einn skemmtilegasti tími ársins. Hún er full af allskonar klisjum og hefðum, kossum og konfekti, kærleika og knúsúm, heitu kakói og kökum. Mér finnst þessi aðventa samt svolítið hafa litast af vondum verkum, slæmum orðum og neikvæðri umræðu. Það er pínu svekkjandi. Það fer nægur tími í slíkt allt árið. Til að lýsa aðeins upp umræðuna þá held ég að við ættum að taka okkur saman og þræða marglita og skemmtilega jólaorðaseríu í gegnum umræðun. Við þurfum með því ekkert að fela neinar neikvæðar frétti því sannleikurinn þarf að sjálfsögðu að vera sagður. Það sem við ætlum að gera er bara að láta ljósið taka meira pláss en myrkrið.

Mig langar til að koma með smá áskorun. Mig langar til að við hrósum einum einstaklingi á dag á einhverjum af ykkar samfélagsmiðlum fram að jólum. Engar reglur. Það mega vera fjölskyldumeðlimir, bekkjafélagar, þekktir eða óþekktir, leikarar, samstarfsmenn eða bara hver sem er. Bara einhver sem þér finnst frábær og finnst eiga skilið hrós. Má vera ein setning, ritgerð, mynd eða engin mynd. Bara jákvæð, marglit, uppörvandi umræða sem gefur okkur og öðrum gleði. Eruð þið með?

Ég ætla að byrja á að hrósa ungum manni sem vinnur í Bónus á Völlunum í Hafnarfirði og er búinn að gera í mörg ár. Þar sem ég er fáránlega óskipulagður í matarinnkaupum þá tekst mér alltaf að gleyma að kaupa eitthvað í búðinni og því fer ég mjög oft í Bónus. Eiginlega allt of oft. Það jákvæða við þessar tíðu ferðir er samt að ég rekst nánast alltaf á þennan unga mann. Þá spjöllum við alltaf saman og hann segir mér frá öllu því spennandi sem hann hefur verið að gera. Það er síðan eftirtektarvert hvað hann er duglegur. Alltaf á ferðinni að sækja kerrur inni í búðinni og á bílaplaninu og svo hendir hann sér í tilfallandi verk um alla búð. Sigurður Bragi Stefánsson fær því fyrsta aðventuhrósið frá mér. Bónus er heppið að hafa hann Sigga, við Vallarbúar eru heppnir að hann sé í okkar hverfi og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum.

Nú þið  #jólahrós2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“