fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Slökkviliðsmenn fækka fötum enn á ný til að fjármagna Heimsleika

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðsmenn landsins hafa nú gefið út árlegt dagatal sitt, en með sölu á því fjármagna þeir för sína á heimsleika slökkviðsmanna sem fara fram á sumrin á tveggja ára fresti. Á heimsleikunum koma saman viðbragðsaðilar úr öllum heimsálfum og keppa sín á milli í tugum íþróttagreina ogsumarið 2019 verða þeir haldnir í Chengdu í Kína, en áður hafa þeir verið haldnir meðal annars í Ástralíu, Spáni, Írlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kanada.

Íslenskir slökkviliðsmenn hafa farið á fjölda heimsleika og komist á verðlaunapall á þeim öllum. Þar má nefna greinar eins og kraftlyftingar, körfubolti, íshokkí, frjálsar íþróttir, CrossFit, sund, veiði, mótokross og slökkviliðstengdar greinar.

Dagatölin hafa komið út nánast á hverju ári frá 2006 og ávallt verið vel tekið, enda henta þau gríðarlega vel í margan jólapakkann.

Að vanda eru það 12 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins sem prýða dagatalið, einn í hverjum mánuði. Mikið er lagt í myndatöku, myndvinnslu og prentun.

Hluti ágóðans af dagatalinu rennur til góðgerðarmála, þar sem slökkviliðsmenn styrkja afþreyingu fyrir börn kvenna sem koma í Kvennaathvarfið og félagsstarf eldriborgara í Hrafnistu.

Slökkviðsmenn munu standa vaktina fram að jólum í Kringlu, Smáralind og Miðbæ og selja dagatalið, allar upplýsingar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“