Slökkviliðsmenn landsins hafa nú gefið út árlegt dagatal sitt, en með sölu á því fjármagna þeir för sína á heimsleika slökkviðsmanna sem fara fram á sumrin á tveggja ára fresti. Á heimsleikunum koma saman viðbragðsaðilar úr öllum heimsálfum og keppa sín á milli í tugum íþróttagreina ogsumarið 2019 verða þeir haldnir í Chengdu í Kína, en áður hafa þeir verið haldnir meðal annars í Ástralíu, Spáni, Írlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kanada.
Íslenskir slökkviliðsmenn hafa farið á fjölda heimsleika og komist á verðlaunapall á þeim öllum. Þar má nefna greinar eins og kraftlyftingar, körfubolti, íshokkí, frjálsar íþróttir, CrossFit, sund, veiði, mótokross og slökkviliðstengdar greinar.
Dagatölin hafa komið út nánast á hverju ári frá 2006 og ávallt verið vel tekið, enda henta þau gríðarlega vel í margan jólapakkann.
Að vanda eru það 12 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins sem prýða dagatalið, einn í hverjum mánuði. Mikið er lagt í myndatöku, myndvinnslu og prentun.
Hluti ágóðans af dagatalinu rennur til góðgerðarmála, þar sem slökkviliðsmenn styrkja afþreyingu fyrir börn kvenna sem koma í Kvennaathvarfið og félagsstarf eldriborgara í Hrafnistu.
Slökkviðsmenn munu standa vaktina fram að jólum í Kringlu, Smáralind og Miðbæ og selja dagatalið, allar upplýsingar má finna hér.