fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 10:30

Linda Pétursdóttir. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungfrú Heimur fór fram í Sanye í Kína á laugardag og sigurvegari var Vanessa Ponce frá Mexíkó og er þetta í fyrsta sinn sem keppandi frá Mexíkó vinnur titilinn. Manusti Chhillar frá Indlandi, Ungfrú Heimur 2017, krýndi arftaka sinn ári upp á dag eftir að hún hlaut kórónuna.

Erla Alexandra Ólafsdóttir tók þátt fyrir hönd Íslands og stóð sig með sóma að sögn Lindu Pétursdóttur, fyrrum Ungfrú Ísland og Ungfrú Heimur, en Linda sá um að velja Erlu sem fulltrúa okkar.

Ljósmyndari: Ásta Kristjánsdóttir Hárgreiðsla: Óli Boggi Heiðarsson

Linda gerði gott betur en að velja íslenska fulltrúann, því hún var einnig á meðal dómara í keppninni sjálfri, 30 árum eftir að hún hlaut sjálf titilinn, en Linda hefur starfað sem alþjóðlegur dómari fyrir keppnina til margra ára. „Hvert tíminn fór veit ég ekki,“ segir Linda.

Í Facebook- færslu segir Linda að hún hafi talið það lítið mál að taka að sér verkefnið stuttu eftir lokaprófatörn, en Linda leggur stund á nám í HHS; heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði í fjarnámi við Háskólann á Bifröst.

„Nú, þegar ég var beðin um að taka þetta verkefni að mér, hélt ég það nú, það yrði lítið mál að skella mér í smá ferðalag strax morguninn eftir að undangengnum nokkrum lokaprófum enda tamið mér jákvæðni eftir bestu getu, í gegnum tíðina. Það tók okkur sumsé 34 klst. að komast á leiðarenda og ég er ekki frá því að eitthvað hafi farið minna fyrir blessaðri jákvæðninni þegar í höfn var komið, enda vægast sagt svefnvana. Og er reyndar enn. Þess utan er ég bara nokkuð hress og ógurlega fegin að jólin séu framundan svo hægt verði að slaka á og sofa heilan helling,“ segir Linda, sem ætlar að halda upp á námslokin í Hong Kong með uppáhaldsferðafélaganum, dóttur hennar, Ísabellu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife