Það mun ríkja sannkölluð partýstemmning í næsta þætti af DV Tónlist en þá mun ein dansvænasta hljómsveit landsins kíkja í heimsókn, FM Belfast.
Hljómveitin hefur verið ein allra vinsælasta danshljómveit landsins um árabil en hljómsveitin hefur gefið frá sér fjórar breiðskífur sem allar hafa slegið í gegn bæði hér heima og erlendis, sú síðasta Island Broadcast. .
Þann 14.desember mun hljómsveitin troða upp á tónleikastaðnum Hard Rock.
FM Belfast er sjaldséður hvítur hrafn og því væri óvitlaust að nýta tækifærið, slökkva á sjónvarpinu, setja símann í vasann og eiga ógleymanlega stund í vinalegum faðmi með þessari frábæru hljómsveit.
Ítarlegt viðtal við FM Belfast verður í helgarblaði DV á föstudaginn.
DV tónlist fer fram á slaginu 13.00 föstudaginn 14. desember á vef DV.is.