fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Björgvin og Stefán Karl syngja Aleinn um jólin

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins í fyrra sungu Björgvin Haldórsson og Stefán Karl Stefánsson saman lagið Aleinn um jólin í Hörpu og vakti atriðið mikla lukku. Reyndist þetta vera síðasta opinbera framkoma Stefáns Karls en hann féll frá ekki löngu síðar eins og alkunna er, eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Flytjendur lagsins og Sena Live hafa ákveðið að heiðra minningu Stefáns Karls með því að gefa lagið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls.

Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp aðdragandann að laginu í þætti Loga Bergmann og Huldu Bjarna á K100 fyrir helgi, en lagið var upphaflega samið í miklum flýti til að ná því inn á plötuna Jól í Latabæ, þar sem Stefán Karl, þá sem Glanni glæpur, söng lagið með KK. 

Saga lagsins nær aftur til ársins 2000

Enn ríkir leynd yfir því hver muni flytja hlut Stefán Karls í laginu á jólatónleikum Björgvins í ár en ljóst að margir bíða spenntir eftir því að hlýða á flutning lagsins er að því kemur.  „Þetta er náttúrulega Glanni sem er að syngja þarna, sem var með allt á hornum sér,“ útskýrir Björgvin og vitnar til húmorsins og kaldhæðninnar í laginu, en jafnframt þess alvarlega undirtóns þeirra sem eru einir og jafnvel einmanna um jólin. Eins þurftu tónleikahaldararnir að breyta texta lagsins ef annar en Stefán Karl sem Glanni glæpur myndi þurfa að flytja lagið, enda Stéfán Karl að takast á við veikindi og margt óljóst, útskýrir Björgvin í viðtalinu.   

Saga lagsins nær aftur til ársins 2000. Eftir leiksýninguna um Glanna Glæp í Þjóðleikhúsinu árið 2000 þá datt Magnúsi Scheving í hug að gera plötu um Jól í Latabæ. Magnús var handritshöfundur Latabæjar og Máni samdi lög þáttanna og leikritanna. Þetta var í september, útskýrir Máni Svavarsson, höfundur lagsins og í fyrstu fannst honum þetta óraunhæft með tilliti til tíma.  „Eins og Maggi er, þá bara keyrir hann allt í gang” segir Máni. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK, var talinn heppilegastur á móti Stefáni Karli og KK var til.

Samdi lagið „sem KK“ í flýti

Svo þegar margar tilraunir höfðu verið gerðar til að ná í KK og fá frá honum lagið, þá leist Mána ekkert orðið á blikuna. Hann segir KK hafa verið mjög upptekinn, alveg með eindæmum upptekinn og því var komin upp ansi þröng staða, útskýrir Máni. Hann var orðinn verulega stressaður með að þetta næðist í tæka tíð og bara nokkrir dagar til stefnu. 

„Þá spyr ég KK hvort hann væri sáttur við það að ég myndi semja lag, eins og hann hefði samið það, segir Máni. „Honum fannst þetta stórfurðuleg hugmynd, en hann var til í þetta, segir Máni hlæjandi. Hann segir lagið strax hafa fæðst og eftir um 20 mínútur var megnið af laginu komið. Halldór Gunnarsson samdi textann og allt small á örskotsstundu með lag og texta. En þá átti enn eftir að ná í KK til að syngja inn sinn hluta. Máni rifjar upp söguna um hversu upptekinn KK var á þeim tíma, en hann bauðst til að koma inn og syngja lagið um hálftvö að nóttu til, eftir gigg í miðbænum. KK hafði enn ekki heyrt lagið og þegar hann svo loksins hafði tíma til að mæta í upptökuna þá hló hann svo mikið að þeir urðu að beita ýmsum brögðum til að klára verkið.

Lagið er komið inn á Spotify og aðrar veitur þannig að nú geta allir notið þessa ógleymanlega flutnings hvar og hvenær sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife