fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Málþing: Vesæl þjóð í vondu landi?

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 8. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sögufélag standa að málþinginu Vesæl þjóð í vondu landi? í sal Þjóðminjasafnsins. Málþingið hefst klukkan 14:00 í dag og eru allir velkomnir.

Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar
Oft er talað um að íslenska þjóðin hafi fyrr á tímum búið við ömurlega örbirgð um langa hríð. En er þetta ekki bara goðsögn sem varð til í þjóðfrelsisbaráttunni, eitthvað sem fólk þurfti að trúa til að sannfæra sig um að sjálfstæði væri best? Goðsögnin virðist síðan hafa verið endurunnin í þágu nýrra tíma, nú síðast að því er virðist til notkunar í vaxandi ferðaþjónustu.

Nýjar rannsóknir hafa sýnt að lífskjör Íslendinga voru ekkert verri en annarra þjóða í nágrenninu, á sumum sviðum jafnvel betri ef eitthvað var. Landnámið og búsetan hafði þó í för með sér verulegt álag á gróðurþekju, skóga og jarðveg því landnemar notuðu sömu landbúnaðartækni og í heimalöndunum en gróðurinn er hér viðkvæmari en þar.

Myndin er samt mun flóknari en oftast er látið í veðri vaka og mikilvægt að hafa í huga að mismunandi álag var á landið eftir tímabilum, landshlutum og búsháttum.

Nokkrir þeirra fræðimanna sem rannsakað hafa þessa sögu munu flytja erindi á málþingi í sal Þjóðminjasafnsins 8. desember. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sögufélag standa að málþinginu.

Tveir þeirra sem erindi halda eru með bækur á jólamarkaði, þeir Axel Kristinson með Hnignun, hvaða hnignun?, og Árni Daníel Júlíusson með Af hverju strái. Í þeim báðum eru, með ólíkri nálgun, færð rök að því að hin hefðbundna hugmynd um vesæla þjóð í vondu landi standist á engan hátt.

Dagskrá:

14:00-14.50

  • Guðrún Gísladóttir, prófessor í landfræði, Egill Erlendsson, prófessor í landfræði, Sigrún Dögg Eddudóttir, nýdoktor í landfræði og Leone Tinganelli, landfræðingur: Gróður og jarðvegur eftir landnám.
  • Axel Kristinsson, sagnfræðingur: Vistmorðingjar: Rapa Nui og Ísland.

14.50-15.10

Kaffihlé

15.10-16.00

  • Helgi Þorláksson, fyrrv. prófessor í sagnfræði: Danir sýknir. Hvað svo?
  • Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur: Bjuggu 100.000 manns á Íslandi á 14. öld?

 

Fundarstjóri er Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði.

Allir velkomnir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?