fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Jólakaffiboð Soffíu Daggar – „Heitt kakó, kökur og kósíheit í anda ömmu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Soffía Dögg Garðarsdóttir, blómaskreytingakona stofnaði heimasíðuna Skreytum hús í september 2010. Síðan þá hefur bæst við Facebook-síða og Facebook-hópur, auk þess sem fylgja má Soffíu Dögg á Snapchat (soffiadoggg).

Soffía Dögg elskar að gera fallegt í kringum sig og leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með því sem hún er að gera, bæði á eigin heimili, í verslunum og hjá öðrum. Um jólin skapar Soffía Dögg sérstaka stemningu og er búin að skreyta og undirbúa heimilið snemma. Öll herbergi hússins eru skreytt með ljósum, skrauti og greni. Soffía Dögg notar mikið hvítan lit, greni og köngla, og er heimilið eins og ævintýraveröld.

Soffía Dögg deilir með lesendum borðskreytingu fyrir jólakaffiboð, eins og amma hennar útbjó áður fyrr. „Þegar ég var lítil stelpa þá var ein af jólahefðunum að fara í jólakaffiboð hjá ömmu Svövu á annan í jólum. Heitt kakó, kökur og kósíheit. Ég setti þetta kaffiborð upp svona í anda ömmu, henni til heiðurs,“ segir Soffía Dögg.

„Ég notaði gömlu góðu jóladiskana sem ég held að margir geti fundið inni í skáp hjá mömmu og pabba, eða ömmu eða bara frænku, og mér finnst svo gaman að nota þá sem kökudiska eða sem forréttadiska á jólum. Með setti ég síðan Bing & Gröndahl kaffistellið. Með réttu ættu þetta að vera kakóbollar en við lítum fram hjá því í þetta sinn. Til þess að skreyta borðið notaði ég síðan greinar af Thuju frá Blómavali og trén fallegu koma líka þaðan. Í stað þess að vera með kökudisk á fæti, þá setti ég bara viðarplatta, líka frá Blómavali, til þess að setja kökuna á og til þess að hækka annað tréð.“

„Ég er annáluð fyrir það hversu leiðinlegt mér þykir að vera í eldhúsinu, en mér finnst þó æðislegt að borða góðar kökur og ég skunda því ávallt í 17 sortir og kaupi þar eitthvað snilldarlegt og í þetta sinn bætti ég ofan á kökuna sleikjó og smotteríi í stíl við restina af borðinu. Dúkurinn er bara plastdúkur úr Rúmfó, sem er það allra besta þegar krakkar sitja til borðs, allt í góðu ef eitthvað sullast niður. Sömuleiðis koma servétturnar og diskamotturnar þaðan,“ segir Soffía Dögg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa