Sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson hjá Ríkisútvarpinu hefur undanfarin ár staðið vaktina í sjónvarpsfréttum sem og Kastljósi. Á dögunum tók hann viðtal við Gunnar Braga Sveinsson vegna Klaustursmálsins svokallaða og stóð sig afburða vel í að þjarma að þingmanninum. Desember er góður mánuður fyrir Einar en hann er sennilega þekktasti Íslendingurinn sem er fæddur 24. desember. Færri vita af tengslum Einars við besta handboltamann Íslandssögunnar, Ólaf Stefánsson, sem undanfarið hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og gjörningalistamaður. Ólafur er kvæntur systur Einars, Kristínu Soffíu Þorsteinsdóttur, og eru kapparnir því mágar.