fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Klausturtríóið frumflutti Stólahljóð á Klaustur Bar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. desember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borg brugghús svipti hulunni af jólabjórnum Skyld´ða vera stólahljóð á barnum Klaustur í gærkvöldi. Klausturtríóið frumflutti einnig nýtt jólalag þar, en lagið er nefnt í höfuðið á bjórnum, en textinn er sunginn við lag Sniglabandsins, Jólahjól.

Í Klausturstríóinu eru Böðvar Reynisson (Böddi), Hjörtur Stephensen og Valdimar Olgeirsson og spila þeir notalega jazz standarda alla föstudaga á Klaustur Bar kl. 18-20.

Vísar texti lagsins til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að meint selahljóð þingmannanna sex sem höfð voru til að níða Freyju Haraldsdóttir hefðu verið hljóð í stóli. Þegar upptökurnar rötuðu á fréttamiðla breytti Sigmundur frásögn sinni og sagði að um reiðhjólabremsu hefði verið að ræða.

Böddi var ekki lengi að útbúa textann því kall frá framkvæmdastjóra Klaustur kom kvöldinu áður. „Bjórinn heitir skemmtilegu nafni og augljós tilvísun í Sniglabandstextann svo eftirleikurinn varð nokkuð auðveldur.“

Stólahljóð:

Undir stólahljóða stól var tappi
Undir stólahljóða stól
átti að vera hljóðdempandi tappi
en svo var ekki
Og Gunn‘og Simmi föttuð‘ekki neitt

Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?
Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?

Inn‘á klaustri heyrðist væl, í sel 
eða reiðhjóla bremsu skæl, ég heyrði það vel
Þau litu útum gráan gluggan
og enginn selur og ekkert hjól að sjá?
hvað var þetta þá?

Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?
Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?

Gunn‘og Simmi segja og vilj‘ekki þegja

Skyldi það vera stólahljóð?
Skyldetta vera stólahljóð?
Eða kannski hjólabremsuhljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?

Undir stólahljóða stól var tappi
Undir stólahljóða stól
átti að vera hljóðdempandi tappi
en svo var ekki
Og Gunn‘og Simmi föttuð‘ekki baun
í þessu væli

(2x viðlag)

Texti: Böðvar Reynisson við lag Skúla Gautasonar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“