fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Jóladagatal Fókus 6. desember – Gjöf frá Bókabeitunni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilegar gjafir. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum.

Í dag 6. desember ætlum við að gefa bækur frá Bókabeitunni.

Um er að ræða tvo pakka og inniheldur hvor þeirra fimm barnabækur: Jólasveinarannsóknin, Draumurinn, Langelstur í leynifélaginu, Næturdýrin og Inga einhyrningur.

Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi. Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og Rögnvaldur komin í sumarfrí! Þegar hinn háaldraði Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja honum á meðan foreldrar hennar eru fastir í vinnu. Fljótlega bætast fleiri krakkar úr bekknum í hópinn. Saman stofna þau leynifélag og leggja ýmislegt á sig til að komast að því hvort forstöðukona heimilisins sé raunveruleg manneskja eða illt og sálarlaust vélmenni!

Dagana þrettán fyrir jól sefur Baldur álíka lítið og gamlir afar. Hann er nefnilega andvaka af spenningi yfir fjallabræðrunum þrettán og hreinlega að missa sig af tilhlökkun.
Þrettán dagar til jóla!
Þrettán jólasveinar í röð!
Þrettán skógjafir!
Þrettán góðar ástæður til að missa sig af spenningi!
(Segiði svo að þrettán sé óhappatala …)
Þetta vökustand á Baldri mun sannarlega ekki breytast í ár – það er alveg ábyggilegt – því Baldur og vinir hans, Elías og Hjörtur, fengu frábæra hugmynd. Þeir ætla að gera rannsókn með yfirskriftinni:
Eru jólasveinar til í alvörunni?

Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni! Foreldrarnir þurfa hins vegar sinn nætursvefn og örmagna af þreytu leita þau til prófessors Dagbjarts. Með hjálp prófessorsins uppgötva systkinin hið stórskemmtilega draumaland þar sem þau geta hoppað og skoppað í skýjaborgum en samt vaknað úthvíld. Í þessarri gullfallegu barnabók sameinast kraftar tveggja einstakra listakvenna. Báðar búa þær Ragnheiður Gröndal og Bergrún Íris yfir einstakri næmni sem endurspeglast í töfrandi tónum, heillandi teikningum og ljúfri sögu.

Ingu dreymir um að verða einhyrningur. Draumar geta svo sannarlega ræst en er endilega betra að vera einhver annar en maður er? Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason

Úlfur og Edda eru staðráðin í að fara aldrei aftur til goðheima. Þrátt fyrir það lenda stjúpsystkinin óvænt í Svartálfaheimi og þurfa enn og aftur að finna leiðina heim. Ferðalag þeirra ber þau á slóðir Ægis, Ránar og Miðgarðsormsins en erkióvinur barnanna sjálfur Loki lævísi kemur einnig við sögu.

Við drögum út einn vinningshafa  sem fær annan bókapakkann fyrir sig og hinn fyrir þann sem hann taggar.
Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan vinkonu, vin, maka, barn, vinnufélaga eða annan sem þú vilt gleðja með góðri bók.

Þú mátt tagga eins marga og þú vilt, en aðeins einn í hverja athugasemd. Athugið að báðir þurfa að líka við Facebook-síðu Fókus til að eiga möguleika á vinningnum.

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Fókus á Facebook.
2) Líka við Bókabeituna á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.

Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.

Fylgstu með Bókabeitunni á Facebook-síðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024