fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Erla Alexandra keppir í Miss World – Atkvæði þitt skiptir máli

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 19:30

Ljósmyndari: Ásta Kristjánsdóttir Hárgreiðsla: Óli Boggi Heiðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungfrú Heimur fer fram í Sanye í Kína þann 8. desember, en það er Erla Alexandra Ólafsdóttir sem er fulltrúi Íslands í keppninni.

Erla Alexandra er 24 ára Kópavogsbúi, stundar nám við lögfræði í HR og hefur meðal annars unnið við sjálfboðastörf með börnum í Afríku. Erla Alexandra er svo sannarlega með gott fólk að baki sér í undirbúningnum fyrir keppnina: Linda Pétursdóttir sem var valin Ungfrú Reykjavík, Ísland og Heimur árið 1988 valdi Erlu Alexöndru sem fulltrúa keppninnar í ár, en Linda tók í október við stjórn Miss World á Íslandi. Heiðar Jónsson snyrtir veitti Erlu Alexöndru ómetanleg ráð, en hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að fegurðarsamkeppnum og síðast, en ekki síst, hefur móðir Erlu Alexöndru, Guðrún Möller, tvímælalaust getað gefið henni góð ráð úr heimi fegurðarsamkeppna, en Guðrún var Ungfrú Ísland 1982 og tók þátt í Miss World sama ár.

Aðaláhersla starfsemi Miss World hefur verið góðgerðarstörf og hafa samtökin Beauty with a purpose sem Julia Morley eigandi Miss World stofnaði árið 1972, safnað yfir 1 milljarði sterlingspunda og styrkt bágstödd börn um allan heim.

118 stúlkur keppa um titilinn og gefa netverjar aðstoðað við valið. Á heimasíðu Miss World er hægt að kjósa Erlu Alexöndru áfram og geta netverjar kosið út föstudag, en keppnin fer eins og áður segir fram á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“