fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fókus

Barnadagur UNICEF í Lindex-Smáralind á laugardag

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn, 8. desember, verður UNICEF dagurinn haldinn í verslun Lindex  í Smáralind frá kl. 13-16. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í fyrra og heppnaðist frábærlega þannig að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár.

Margt verður um að vera í versluninni:  jólasveinninn mætir á svæðið og geta gestir og gangandi fengið mynd af sér með sveinka, hægt verður að lita jólakort í föndurhorninu og krakka-karíókí verður í boði með þeim Þórunni Antóníu og Dóru Júlíu.  Einnig mun starfsfólk UNICEF bjóða börnum og fullorðnum uppá skemmtilega fræðslu og sýna hvernig hjálpargögn keypt á Íslandi geta nýst börnum í neyð .

Emmanuel John er 1,5 árs. Hann fær hér næringarmjólk við vannæringu í Suður Súdan 2017

Samstarf sem hefur þegar skilað um 25 milljónum

UNICEF á Íslandi og Lindex hafa verið samstarfsaðilar til fjölda ára. Samstarfið hefur í heildinna skilað 25 milljónum fyrir börn um allan heim, meðal annars í gegnum sölu á Sönnum gjöfum í öllum verslunum Lindex fyrir jólin.

Öll börn eiga rétt á menntun

Sannar gjafir eru hjálpargögn sem bæta líf barna um allan heim. Í verslunum Lindex eru hjálpargögn á borð við hlý teppivatnshreinsitöflurvítamínbætt jarðhnetumauk og ormalyf til sölu sem falleg jólakort. Íslensku jólasveinarnir prýða kortin, en þeir stilltu sér allir upp með sín uppáhalds hjálpargögn og Brian Pilkington teiknaði þá. UNICEF mun síðan sjá til þess að koma hjálpargögnunum til þeirra barna sem á þurfa að halda.

„Öll börn, stór og smá, eiga rétt á að fara í skóla“, sagði Stúfur sem valdi námsgögn sem sín uppáhalds hjálpargögn. Stúfur vonast til að viðskiptavinir Lindex muni hjálpa honum að útvega námsgögn þannig að börn sem búa við erfiðar aðstæður geti haldið áfram að læra.

„Það var mikil gleði og gaman á UNICEF deginum í fyrra og við vonumst til þess að fólk sem á leið í Smáralind kíki við og fræðist um það hvernig hægt er að hjálpa börnum í neyð nú um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, verkefnastýra hjá UNICEF á Íslandi. „Okkur þykir mjög vænt um þetta samstarf og erum viðskiptavinum og starfsfólki Lindex ævinlega þákklát fyrir að hjálpa okkur að útvega hjálpargögn fyrir börn sem búa nú við erfiðar aðstæður,“ segir Ingibjörg ennfremur.

Yfir 6 þúsund Sannar gjafir selst hjá Lindex-jafngildir 400 skólum í kassa eða 1,5 milljónum ormalyfja

Viðskiptavinir Lindex hafa tekið mjög vel í jólaátakið síðustu ár og hafa yfir 6.000 Sannar gjafir selst hjá Lindex frá upphafi sem UNICEF hefur notað í þágu barna þar sem þörfin er mest. Jafngildir það um 1,5 milljón skammta ormalyfjum eða 400 skólar í kassa til þess að börn sem búa í flóttamannabúðum geti haldið áfram námi.

Að auki hefur Lindex á Íslandi og UNICEF starfað saman að öðrum verkefnum í gegnum tíðina eins og uppbyggingu menntastarfs í Burkino Faso, stuðning við Dag rauða nefsins, neyðarviðbrögð við náttúruhamförum og sérstakar barnafatalínur tileinkaðar baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum.

„Samstarf okkar við UNICEF hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsverkefnum sem við látum okkur varða hjá Lindex og við erum sérlega stolt og ánægð að þessi jól munum við munum í krafti okkar frábæru viðskiptavina sækja fast að 30 milljóna króna markinu í baráttunni fyrir bættum hag barna í heiminum,” segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Jólakortin verða til sölu á laugardaginn en einnig er hægt að versla Sannar gjafir í vefverslun UNICEF og vefverslun lindex.is.

[videopress VCDmjkQD]

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hryllingsmynd vekur athygli í Bandaríkjunum – The Damned fær mikið lof gagnrýnenda

Íslensk hryllingsmynd vekur athygli í Bandaríkjunum – The Damned fær mikið lof gagnrýnenda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brandararnir sem slógu í gegn og sá um Diddy sem féll ekki í kramið – „Stærsta kvöld Ozempic“

Brandararnir sem slógu í gegn og sá um Diddy sem féll ekki í kramið – „Stærsta kvöld Ozempic“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“