fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

DV streymir leiklestri af samtalinu á Klaustri í kvöld klukkan 20.30

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld kl. 20.30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar, þar á meðal DV, birt innihald þess síðustu daga, en DV var á meðal þriggja fjölmiðla sem fékk upptökurnar sendar. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Er lesturinn byggður á fréttum DV, Stundarinnar og Kvennablaðsins.

„Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Samtalið sem tekið var upp er á milli fjögurra þingmanna Miðflokksins, Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins, Karl Gauta Hjaltason og Ólafur Ísleifsson.

Viðburðurinn, sem verður á Litla sviði leikhússins, er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Fyllist salurinn verður einnig streymt í forsal leikhússins. Þá mun DV einnig birta streymi á dv.is.

Húsið mun opna kl. 20.00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega, en verkið mun standa yfir í um klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 1 viku

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 1 viku

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“