fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fókus

Hvað kosta jólin?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. desember 2018 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefðbundin jól fjögurra manna fjölskyldu kosta um 200 þúsund krónur. Þetta er viðmiðunarkostnaður sem DV reiknaði út miðað við par með tvö börn. Stærstur hluti jólakostnaðarins snýr að gjöfunum, eða um tveir þriðju. Sparifatnaður kemur þar á eftir en skreytingar og matur eru frekar lítill hluti af heildarkostnaðinum.

 

Jólagjafir

Dýrustu jólagjafirnar eru yfirleitt til maka og barna. Má ætla að hver gjöf sé að minnsta kosti 20 þúsund króna virði. Þar að auki eru keyptar gjafir handa vinum og ættingjum. Verð þeirra er yfirleitt á bilinu 3.000–4.000 krónur. Í tilfelli fjögurra manna fjölskyldu er gert ráð fyrir tólf slíkum gjöfum.

Kr. 122.000

 

Skógjafir

Þetta er dulinn kostnaður sem ekki má ræða nema að mjög takmörkuðu leyti. Til eru dæmi um óða „jólasveina“ sem gefa börnum rándýrar skógjafir. Hefðbundin skógjöf kostar á bilinu 300 til 500 krónur. Kertasníkir er undantekningin því hann fær að gefa fyrir um það bil 2.000 krónur til að stytta börnunum stundir á aðfangadag.

Kr. 13.600

Skreytingar
Minnsti kostnaðurinn við jólin.

Skreytingar

Jólatréð er yfirleitt langdýrasti skreytingakostnaðurinn, yfirleitt á bilinu 4.000–10.000 krónur og fer eftir stærð og tegund. Flestir eiga töluvert magn af jólaskrauti í geymslunni en þó bætist reglulega við eitthvert smáræði. Sum árin þarf að endurnýja stærri hluti eins og seríur.

Kr. 8.000

 

Fatnaður

Fæst fullorðið fólk kaupir sér sérstök spariföt fyrir jólin enda er það löngu hætt að vaxa lóðrétt. Annað gildir hins vegar um börnin sem umbreytast mikið milli jóla. Gjarnan er keyptur kjóll, sokkabuxur og skór fyrir stúlkur. Skyrta, vesti, buxur og skór fyrir drengi. Kostnaðurinn er mjög svipaður á milli kynjanna, um 15.000 krónur á haus.

Kr. 30.000

 

Þorláksmessa

Aðeins gamalt fólk og sveitalarfar fá sér skötu á Þorláksmessu. Á Þorláksmessu hefur fólk allt of mikið að gera til þess að elda eitthvað flókið. Því er tilvalið að panta pítsu.

Kr. 4.500

 

Aðfangadagur

Á aðfangadag er vitaskuld gert vel við sig í mat og drykk. Mismunandi er hvað landsmenn velja sem sinn aðfangadagsmat en flestir eru með hamborgarhrygg. Það er aðgengileg máltíð sem flest börn sætta sig við. DV gerði ráð fyrir að í máltíðinni fælust einnig brúnaðar kartöflur, Waldorf-salat, baunir, malt og appelsín, kók, ís og konfekt.

Hamborgarhryggur 3.998 kr.

Kartöflur 719 kr.

Gular baunir 199 kr.

Rjómi 533 kr.

Smjör 481 kr.

Suðusúkkulaði 269 kr.

Vínber 499 kr.

Malt 680 kr.

Appelsín 311 kr.

Kók 295 kr.

Ís 598 kr.

Íssósa 419 kr.

Nóa konfekt 3.839 kr.

Mackintosh’s 1.379 kr.

Annað 1.000 kr.

Kr. 10.001

Hangikjöt
Dýrara en hamborgarhryggur.

Jóladagur

Jóladagur er öllu fastmótaðri en aðfangadagur. Þá borða langflestir hangikjöt. Kjötið sjálft er mun dýrara en hamborgarhryggurinn en yfirleitt er afgangur að öðrum mat frá deginum áður.

Hangilæri 6.091 kr.

Kartöflur frá deginum áður

Grænar baunir 159 kr.

Rauðkál 299 kr.

Laufabrauð 2.387 kr.

Malt, appelsín og kók frá deginum áður

Ís og konfekt frá deginum áður

Annað 1.000 kr.

Kr. 9.936

 

Annar í jólum

Hér er engin nauðsyn að draga upp budduna. Mamma og pabbi eða tengdó bjóða í matarboð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“