fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Einar rær 500 km fyrir Kristínu og börn hennar – Áskorunin vekur athygli á sjálfsvígum hér á landi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag hóf Einar Hansberg 500 kílómetra róður í CrossFit Reykjavík til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og börnum hennar. Maki og barnsfaðir Kristínar Sifjar, Brynjar Berg Guðmundsson, féll fyrir eigin hendi 29. október síðastliðinn, hann var nýorðinn 31 árs.

Sjá einnig: Brynjar lést langt fyrir aldur fram:„Hann vildi alltaf gera allt fyrir alla til að hjálpa og gleðja“ – Skilur eftir sig konu og tvö börn

Opinská um sorgina og áfallið við fráfall Brynjars

Kristín Sif hefur verið mjög opinská um sorgina og áfallið sem þessu fylgir og fundið huggun í að tjá sig. Hún hefur meðal annars opnað sig um þá nöturlegu staðreynd að fjölmargir karlmenn kjósa að kveðja þennan heim þar sem þeir treysta sér ekki til að horfast í augu við lífið.

Samhliða því að styðja við Kristínu í erfiðri áskorun, þá hvetur átakið til umræðu um sjálfsvíg ungra karlmanna, sem er því miður algengasta dánarorsök þess hóps hér á landi – ÚTMEÐA.

Fjöldi fólks tók þátt og reri með Einari

Klukkan 19.30 í kvöld, sunnudag, átti Einar um 25 kílómetra eftir af róðrinum.

„Hann var að byrja að telja frá 25 kílómetrum núna. Honum líður furðulega vel. Hann lítur vel út, er ekki lengi að svara, gerir það skýrt og er ekki lengi að meðtaka það sem fer fram í kringum hann,“ segir Heimir Þór Árnason bróðir Einars í samtali við Fréttablaðið fyrr í kvöld.

Fjöldi fólks reri með Einari um helgina, vinir, ættingjar og vinnufélagar hans og Kristínar Sifjar, sem og ókunnugir. Í salnum eru 20 vélar og á staðnum er gestabók fyrir fólk að skrá sig. Klukkan þrjú í dag höfðu 400 manns skráð sig í gestabókina og reri fólk frá þremur kílómetrum upp í 100 kílómetra. Fjórir fóru 100 kílómetra í einu.

Kristín Sif klárar síðustu kílómetrana með Einari

Kristín Sif hóf róðurinn með Einari klukkan 15 á föstudag og í kvöld um klukkan 21 munu þau hefja róður á síðustu tíu kílómetrunum saman. Þess má einnig geta að Kristín Sif á afmæli í dag og er 35 ára.

Hægt er að fylgjast með róðrinum í beinni útsendingu á K100 og hægt er að styðja verkefnið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn:

Bankaupplýsingar: 0326-26-003131 Kennitala: 021283-3399

Viðburður á Facebook.

Hér má sjá viðtöl í þættinum Ísland vaknar á K100 við  Einar Hansberg Árnason, Heimi Árnason, Evert Víglundsson hjá Crossfit Reykjavík og Sólveigu Gísladóttur vinkonu Kristínar Sifjar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“