Það verður margt um manninn í Húsgagnahöllinni í kvöld en þar verður hið árlega jólakvöld haldið og stendur gleðin yfir á milli klukkan 19-22.
Gestir geta byrjað jólagjafakaupin en 25% afsláttur verður á völdum smávörum og getagestir í leiðini smakkað á ýmsu góðgæti, eins og hátíðarís frá Emmessís, gourmetpoppi frá Ásbirni Ólafssyni og jólakonfekti frá Nóa Síríus.
Söngvarinn Valdimar verður einnig í hátíðarstemningu og syngur hugljúf lög fyrir viðstadda og hver veit nema einhverjir komist í jólagírinn, enda einungis 47 dagar þangað til aðfangadags.