fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Serbneskir menningardagar haldnir í annað sinn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneskir menningardagar verða haldnir í Reykjavík dagana 9. – 11. nóvember. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og í ár er hún tileinkuð serbneskri kvikmyndagerð. Hátíðin er skipulögð af Serbnesku menningarmiðstöðinni á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneyti Serbíu og Bíó Paradís.

Serbneskir menningardagar verða formlega settir 9. nóvember, klukkan 17 í Bío Paradís og verða fjórar kvikmyndir sýndar þar alla helgina.

Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru leikstjórarnir Milos Skundric (Ferðalagið langa í stríð), Nikola Kojo (Hjörð) og Vuk Rsumovic (Einskis manns barn). Verða þeir allir viðstaddir sýningar sinna mynda og munu þeir kynna þær og svara spurningum sýningargesta.

Allar upplýsingar má finna hér.

Menningardögum verður slitið í menningarhúsinu Hannesarholti, sunnudaginn 11. nóvember að undangengnu kvöldi með leikstjórum. Hægt verður að ræða við leikstjórana og skyggnast inni í heim kvikmyndagerðar og það umhverfi sem Serbneskir kvikmyndagerðarmenn búa við.

Hægt er að lýsa serbneskri kvikmyndagerð sem óvenjulegri og óhefðbundinni en umfram allt annað er serbnesk kvikmyndagerð frumlegt listform.
Almennt einkennast serbneskar kvikmyndir af raunsæishyggju og oft grimmum svörtum húmor. Er þetta afleiðing af stríðum og erfiðum lífsskilyrðum á ákveðnum tímabilum í Serbíu sem og öllu svæðinu. Þær sýna vel þekkta eðliseiginleika serbnesku þjóðarinnar, það er að jafnvel á verstu tímum og við verstu aðstæður finnur hún enn leið til að brosa í gegnum tárin.
Serbneskar kvikmyndir geta fengið þig bæði til að hlæja og gráta en eitt er víst, þær hafa áhrif á alla. Frumleiki og sérkenni serbneskra kvikmynda mun án efa gera ferð þína í kvikmyndahúsið ógleymanlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“