fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi bogmaður – Það lítur enginn betur út í ræktarfötum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Markhóll markþjálfunar skrifar Fanney Sigurðardóttir um stjörnumerkin og klæðaburð þeirra.
Finndu þitt rísandi merki

Þegar við hugsum um stíl og útlit horfum við til rísandi merkis. Rísandi merki er það merki sem hefur mest áhrif á hvernig þú sýnir þig heiminum, yfirborðið. Sólarmerkið ræðst af afmælisdegi þínum og segir til um grunneðli þitt og lífsorku. Til að finna þitt rísandi merki geturðu notast við fæðingarkort á síðu Gunnlaugs Guðmundssonar, stjörnuspekings. Taktu eftir að það er mjög mikilvægt að slá inn réttan fæðingartíma. Ég fæddist kl. 05.39 og er því rísandi bogmaður. Ef ég set inn 07.00 er ég rísandi steingeit. Tvö ákaflega ólík merki. Finndu þitt rísandi merki á síðu Gunnlaugs hér.

Þriðja merkið er Bogmaðurinn 22. nóvember – 21. desember

Útlitseinkenni kvenkyns rísandi bogmanns eru gjarnan sporöskjulaga andlit, hátt enni, þykkt og gróskumikið hár og björt og einlæg augu. Þá lítur hún yfirleitt út fyrir að vera yngri en hún er og hefur sérstæðan fatastíl. Konur í rísandi bogmanni hreyfa sig af þokka og stefnufestu og eru oft hávaxnar og grannar, þó dæmi séu um annað en þar koma eflaust genin inn. Dæmi Mila Kunis og Kim Kardashian.

Framkoma rísandi bogmanns er lífleg og skemmtileg. Hann getur hlegið að eigin óhöppum, verið snöggur að skipta skapi en róast auðveldlega. Hann er góðhjartaður og umhyggjusamur en getur haft tilhneigingu til að predika yfir öðrum.

Rísandi kvenkyns bogmaður hefur gjarnan þykk læri og mjaðmir og með eindæmum fallega leggi. Þegar við horfum á rísandi bogmann þá lítur efri hluti líkama hans út fyrir að passa ekki við neðri hlutann, það er mjaðmir og læri eru ekki í hlutföllum við það sem er að gerast við og fyrir ofan mitti. Kvenkyns rísandi bogmaður hefur oftar en ekki grannt mitti, litlar og fíngerðar axlir og úlnliði. Gott dæmi er raunveruleikastjarnan Kim Kardashian. Litlar og penar axlir og grannt mitti. Rass, læri og mjaðmir mun stærri en efri hluti líkamans. Ef að kona í rísandi bogmanni er ekki vaxin eins og Kim, lágvaxin og „curvy“ þá líkist hún að öllum líkindum amazon gyðju (e. amazonian); Mjög hávaxin og grönn með örlítið ógnandi yfirbragð.

Centaurine. Tákn kvenkyns rísandi bogmanns. Snotur, penn efri líkami. Flottar mjaðmir og leggir.

Það lítur enginn betur út í ræktarfötum

Það lítur enginn betur út í ræktarfötum en rísandi bogmaður. Þröngar spandex buxur og toppur sem stoppar við mitti ramma inn munúðarfullan líkamann. Ef þú ert kona með rísandi bogmann í þínu stjörnukorti sýndu leggina þína, mjaðmir og læri. Það fer þér vel. Ekki fela þessar flottu línur. Þegar þú reynir að klæða af þér línurnar ertu í raun að bæta á þig kílóum sem eru ekki til staðar, viljum við það? Kannski, en örugglega ekki. Þú ert með „killer“ línur sem þú mátt vera stolt af. Þessi vöxtur er ekkert að fara sem þýðir að þó að þú grennist verður þú alltaf með línur.
Það er eins og rísandi bogmaður hafi verið fæddur til að klæðast íþrótta- og ræktarfötum. Rísandi bogmenn fá íþróttamannslegan vöxt í vöggugjöf. Þeir líta hreinlega út fyrir að stunda íþróttir, ekki bara út af vextinum heldur líka vegna 0rkunnar sem þeir gefa frá sér og framkomu; stefnufastur athafnastíll. Rísandi bogmaður getur auðveldlega gengið í ræktarfötum og litið virkilega vel út á meðan margir eru stundum hálf tuskulegir í þeirri múnderingu.

Sítt „hesta hár“, sterkir litir og glamúr

Sítt, sítt, silki hár fer rísandi kvenkyns bogmanni vel. Hann getur borið mikið af glis og glamúr skrauti og skarti. Rísandi bogmaður getur borið djarfa liti og glingur vegna þess að hann fellur ekki í skuggann af því. Sterkir litir fara rísandi bogmanni allra best. Þú getur sem rísandi kona í bogmanni borið aðra liti en til að líta virkilega vel út skaltu velja þér sterka litapallettu. Rauður skal vera eldrauður, grænn skal vera GRÆNN og svo framvegis. Ekki fara hálfa leið, rústrauður, pastel, mosagrænn. Farðu alla leið. Snið sem sýna mjaðmir, leggi og rass fara þér best. Gott er að forðast hippastíl og snið í þeim dúr, þú ert ekki „flower child“. Farðu frekar í átt að munaðarfullum Spartverja stíl.

Meðfylgjandi myndir sýna Hollywood konur í rísandi bogmanni. Takið eftir háum ennum, björtum augum, síðu hári, flottum mjöðmum og grönnum efri hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni