fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Litla skrímslið og stóra skrímslið á ferð og flugi í Danmörku

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldusýningin Skrímslin bjóða heim sem byggð er á bókum norræna þríeykisins Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um Stóra skrímslið og Litla skrímslið er nú á ferð og flugi um Danmörku.

Sýningin var sett upp í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi haustið 2015, í Norðurlandahúsinu í Færeyjum vorið 2017 og er nú til sýnis í Bókasafni Gentofte í Danmörku. Þar er hún á dagskrá undir merkjum verkefnisins „Fang fortællingen“ eða „Fangaðu frásögnina“ og er ein af tíu farandsýningum sem flakka á milli bókasafna í Danmörku frá 2018-2020. „Danska útgáfan“ af sýningunni er smækkuð útfærsla af upphaflegu sýningunni til að sem flest bókasöfn eigi þess kost að setja hana upp.

Hönnun og sýningarstjórn var í höndum Áslaugar Jónsdóttur og Högna Sigurþórssonar.

Sýningunni hefur verið afar vel tekið á öllum sýningarstöðum. Boðið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn þar sem unnið er með inntak skrímslabókanna. Þeir sem eiga leið til Danmerkur geta fylgst með hvar sýningin er stödd hverju sinni en nú þegar er búið að panta sýninguna á bókasöfnin í Ballerup, Rudersdal, Kolding og Álaborg. Sjá Facebook síðu verkefnisins Fang fortællingen.

Þeir sem vilja kynna sér verkefnið og fylgjast með hvað Litla skrímslið og Stóra skrímslið eru að bralla hverju sinni er bent á bloggsíðu Áslaugar Jónsdóttur.

Verkefnið hlaut styrk frá Norræna menningarsjóðnum.

Ljósmyndir tók Christoffer Askman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Swift ekki sátt og finnst hún notuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“