fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fókus

Elísabet vann einstakt afrek fyrst Íslendinga – Hljóp 10 maraþon á 4 dögum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 16:00

Elísabet hélt af stað 23. september.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, vann einstakt afrek þegar hún lauk við 400 km hlaup í Gobi eyðimörkinni í Kína í september. Hún vann í kvennaflokki og var langfyrst þar og í sjöunda sæti í heild.

Ultra Gobi er 10 maraþona hlaup yfir eyðimörkina í Gobí í Kína, úr 10 stiga frosti í fjöllum í 30 stiga hita í eyðimörkinni og þátttakendur hafa 150 klst. eða sex daga til að ljúka hlaupinu. Elísabet setti sér það markmið að ljúka hlaupinu á fjórum dögum, og lauk því á 96 klst. og 54 mínútum.

Pétur Einarsson tók viðtal við Elísabetu fyrir þáttaröðina Eldhugar á Hringbraut um þetta einstaka afrek og var viðtalið tekið í Öskjuhlíðinni þar sem Elísabet æfir sig meðal annars fyrir hlaup eins og Ultra Gobi.

Það var rosalega kalt þarna og líka vindur sem blés af hærri fjöllum niður á hlaupaleiðina, en ég var vel búin og hafði sett góðar flíkur á margar hvíldarstöðvar. Þannig að ég þoldi þetta ágætlega, þrátt fyrir að ná ekki að mynda mikinn varma í líkamann og svefnleysið og þreytan að segja til sín.

Elísabet segir Öskjuhlíðina frábæran stað til að æfa fyrir utanvegahlaup og segir það henta henni vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur: Heimsfrægri konu var refsað grimmilega fyrir að fitna

Ragnhildur: Heimsfrægri konu var refsað grimmilega fyrir að fitna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“