Samfélagsmiðlastjörnur eru mikið í umræðunni þessa dagana og hvort að orðið „áhrifavaldur“ sé réttnefni á einstaklingum sem áberandi eru á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Snapchat.
Það er þó óumdeilt að Sunneva Einarsdóttir er með þeim vinsælustu á Instagram og Snapchat (sunnevaeinars), en þegar þetta er skrifað er hún með 36.500 fylgjendur á Instagram og þeim fer stöðugt fjölgandi.
Mynd: Instagram
Sunneva er sjötti gestur Einkalífsins á Vísi, en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Segir Sunneva að hún leggi gríðarlega mikla vinnu í hverja mynd sem hún birtir á Instagram.
Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma. Allt dæmið getur tekið langan tíma. Ef maður vill finna góða staðsetningu en flestallar myndirnar taka um eina klukkustund.
Mynd: Instagram
Segir Sunneva að hún fái aðstoð við myndatökurnar, oftast séu það vinkonur hennar eða litla systir hennar.
Annars er það bara sá sem er næstur mér. Ég sendi oft á vinkonur mínar og spyr bara hver sé laus. Ég á eina vinkonu sem er mikið í þessu og við förum oftast saman og hjálpumst að
Í þættinum ræðir Sunneva einnig um þegar hún hitti söngkonuna Jennifer Lopez, kvíðann sem fylgir því að vera svona stór persóna á samfélagsmiðlum hér á landi, um duldar auglýsingar og framtíðina á sviði samfélagsmiðla en Sunneva er í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.