Í vikunni var Breki Karlsson kjörinn nýr formaður Neytendasamtakanna. Fjórir voru í framboði en Breki hlaut 53% greiddra atkvæða. Breki státar af meistaraprófi í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og hefur um árabil starfað sem forstöðumaður Samtaka um fjármálalæsi. Áhugann á fjármálum á Breki sameiginlegan með móðurbróður sínum, alþingismanninum Pétri H. Blöndal heitnum.