fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Í minningu látinna – „Bak við hverja dánartölu er einstaklingur sem var og verður ávallt elskaður“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarsjóður Einars Darra hefur gefið út myndband sem er tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum.

Aðstandendur tóku þátt í verkefninu með því að gefa leyfi fyrir birtingu á mynd af ástvini sínum.

Í myndbandi þessu koma upp myndir sem sýna einungis brota brot af þeim einstaklingum sem látið hafa lífið á einn eða annan hátt í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum. Lyfjaeitranir eru fleiri, sjálfsvígin eru fleiri, bílsslysin eru fleiri og svona mætti því miður lengi telja.

Bak við hverja dánartölu er einstaklingar sem var og verður ávallt elskaður og dáður af fjölda manns, fráfall þeirra veldur þeim öllum gnístandi sorg. Hvíl í friði elsku dýrmætu einstaklingar, minning ykkar lifir í hjörtum fjölskyldna og vina um aldur og ævi.

Lagið heitir I Was Here og er flutt af Maríu Agnesardóttur við undirspil Vignis Snæs Vigfússonar og faglega aðstoð Margrétar Eirar.

Aníta Rún Óskarsdóttir gerði myndbandið.

Það er löngu kominn tími á að við tökum höndum saman, valdeflum okkur öll unga sem aldna með fræðslu og forvörnum, heiðrum og minnumst þeirra sem hafa látið lífið, styðjum þá sem þurfa aðstoð, stöndum með þeim sem berjast í bata sínum á hverjum degi og spornum við því að fleiri einstaklingar fari frá okkur allt of snemma. Þetta varðar okkur öll.

Ég á bara eitt líf og þú líka.

Heimasíða Minningarsjóðs Einars Darra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna