Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is
Á morgun byrjar jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.
Bak við hvern glugga leynist spennandi glaðningur – HIIT heimaæfingar, jólahugleiðingar, uppskriftir, jólaráð, áskorun, hvatning eða glæsilegur vinningur sem auðveldar þér skrefin í átt að sterkari, orkumeiri og glaðari jólaútgáfu af þér sjálfri!
Skráðu þig til þátttöku og fáðu öll skrefin send til þín ásamt möguleikanum á að vinna glæsilega jólaglaðninga sem dregnir verða út reglulega fram að jólum frá Sportvörum og Local.
Skrá má sig í jóladagatalið hér.