Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrirlesari og rithöfundur með meiru, er búsett í Stokkhólmi í Svíþjóð. Í gær birti hún mynd á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar til málsins sem tröllríður nú íslensku samfélagi, Klausturmálsins.
„Samhengið,“ skrifar Þórdís Elva með myndinni og minnir á að nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
„Þingmenn sem kalla samstarfskonur sínar „helvítis tíkur“ og tala um að ríða þeim, eru ekki spurðir út í kvenfyrirlitningu sína. Ekki einu sinni karl sem barði konu í hel með kúbeini og hlaut uppreist æru, var spurður út í kvenhatur sitt,“ skrifar Þórdís Elva.
„En konur sem berjast gegn ofbeldi og kvenfyrirlitningu eru sífellt spurðar hvers vegna þær hata karla svona mikið.“